Jákvæðni og bjartsýni ríkir í Eyjum um framtíð Landeyjahafnar.

Sigurður Jónsson bloggar

21.Mars'11 | 08:57

Sigurður Jónsson Siggi Jóns

Ánægjulegt að sjá að Eyjamenn eru ekkert að missa móðinn þótt á móti hafi blásið í bsamgöngumálunum. Byrjunarörðugleikar með Landeyjahöfn eru meiri en hægt var að reikna með. Í hugum flestra Eyjamanna er þó engin vafi að Landeyjahöfn er sú samgöngubót sem verður næstu áratugina milli lands og Eyja. Vel má vera að einhvern tímann í framtíðinni komi göng til me-ð að leysa enn frekar úr samgöngubótunum.
Eyjamenn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp þótt á móti blási. Auðvitað munu finnast leiðir til þess að öruggar siglingingar geti orðið milli Eyja og Landeyjahafnar. Þótt efnahagsmál þjóðarinnar séu ekki uppá það besta núna þarf nú þegar að hefja undirbúning að byggingu á nýju skipi. Ríkisvaldið á að taka þessa framkvæmd inní vegapakkann, þar sem lífeyrissjóðirnir myndu lána til verksins.
 
Eyjamenn skapa gífurtleg verðmæti fyrir þjóðarbúið og eiga fullan rétt á að fá góðar og öruggar samgöngur milli lands og Eyja.
 
Áfram með bjartsýnina.
 
http://sjonsson.blog.is/
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%