Dagbók lögreglunnar

Einn skallaði dyravörð á Volcano um síðustu helgi

Helstu verkefni frá 14. til 28. mars 2011

21.Mars'11 | 17:37

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið. Skemmtana hald helgarinnar fór þokkalega fram, þó var eitthvað um pústra við skemmtistaði og ein líkamsárás kærð eftir þær æfingar. Þá var eitthvað um kvaranir vegna hávaða í heimahúsum.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu um helgina en þarna var um að ræða árás á dyraverði á veitingastaðnum Volcano en einn af gestum staðarins varð ósáttur við afskipti dyravarða af honum þegar hann var að reykja inni á staðnum, en honum var vísað út vegna hegðunar sinnar. Þegar maðurinn ætlaði inn aftur var honum meinuð innganga og lenti hann í átökum við tvo dyraverði staðarins sem endaði með því að hann skallaði annan dyravörðinn í andlitið. Málið er í rannsókn.
 
Að morgni 16. mars sl. var lögreglu tilkynnt um innbrot í Blómaskerið v/ Bárustíg en farið var inn með því að brjóta rúðu í útidyrahurð verslunarinnar. Stolið var um kr. 6.000,- en ekki virtist sem annað hafi verið tekið. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir aðfaranótt 16. mars sl. við verslunina eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Í vikunni var tilkynnt um slys um borð í Hafursey VE-122 en einn af skipverjunum slasaðist á fæti þegar hann varð á milli þvottakars og færibands. Ekki er talið að um alvarlega áverka sé að ræða.
 
Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum í vikunni en hann mældist á 109 km/klst. þar sem hann ók bifreið sinni suður Strembugötu. Hámarkshraði á Strembugötu er 50 km. /klst. Þá fékk einn ökumaður sekt fyrir að aka gegn rauðu ljósi á Strandvegi.
 
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%