Verður Sparisjóður Vestmannaeyja sameinaður öðrum sparisjóðum

16.Mars'11 | 08:30

Sparisjóðurinn

Í kjölfar sameiningar Sparisjóðs Keflavíkur og Landsbanka Íslands hefur Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkissins sagt að brýnnt sé að skoða frekari sameiningar sparisjóða og þá jafnvel í einn stóran sparisjóð.
í Fréttablaðinu í dag er fjallað um málið og kemur m.a. þar fram að Elín hafi fundaði með öllum sparisjóðsstjórum landsins og forsvarsmönnum þeirra í síðustu viku. Þar voru þrjár leiðir kynntar fyrir þeim sem fundinn sátu:
-Sparisjóðirnir starfi áfram í óbreyttri mynd
-Sparisjóðunum yrði skippt upp í þrjá eða fjóra svæðisskipta sparisjóði
-Allir sparisjóðir sameinaðir í einn stóran
 
Með starfssemi víða
Sparisjóður Vestmannaeyja var stofnaður árið 1942 og hefur hann nú þjónustustöðvar um allt Suðurland, frá Vestmannaeyjum til Selfoss og Hveragerðis og Höfn til Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Sparisjóðurinn annast einnig póstþjónustu á Djúpavogi og í Breiðdalsvík.

Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis sameinaðist Sparisjóðnum árið 2007. Eftir samrunan er Sparisjóðurinn rekinn undir þremur bankanúmerum og eru afgreiðslustaðir sex. Sjá afgreiðslur Hafnar og Suðurlands hér til vinstri.

Bankasýslaríkissins fer með 55.3% stofnfé Sparisjóðsins
Sparisjóður Vestmannaeyja hefur unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu frá því í nóvember 2008 í kjölfar efnahagshruns. Þann 10. desember 2010 var undirritað samkomulag við Seðlabanka Íslands um fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðsins.
 
Stofnfé sparisjóðsins eftir fjárhagslega endurskipulagningu er 1.004,5 mkr. og er fjöldi stofnfjáraðila 85. Heildareignir sjóðsins eru 14.716 mkr. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er um 16,8 %.
 
Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í sparisjóðnum sem myndaðist við fjárhagslega endurskipulagningu og fer hún með 55,3% af stofnfé sjóðsins.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.