Óvissa um afurðaverð

16.Mars'11 | 13:12

VSV Sighvatur bátur bátar loðnuveiðar

Óvissa ríkir um verð á íslenskum loðnuhrognum í kjölfar hamfaranna í Japan. Venjan er að aðrir kaupendur miði verð sitt við það sem japanskir kaupendur eru tilbúnir að greiða. Stór hluti loðnuhrogna er seldur til Japans. Íslenskum framleiðendum hefur gengið misjafnlega að fá upplýsingar frá japönskum kaupendum um afdrif fyrirtækja á hamfarasvæðunum.
Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir að svæðið norðan við Tókýó og á austurströnd Japans, sem varð hvað verst úti eftir jarðskjálfta og flóðbylgjur, sé þekkt fyrir matvælavinnslu. „Við erum í sambandi við okkar viðskiptavini í gegnum þá sem selja fyrir okkur í Japan. Það er ekkert annað að gera heldur en að bíða og vona að menn nái tökum á ástandinu og geti séð út úr þessu hjá sér," segir Stefán og bætir því við að ljóst sé að seinkun verði á afhendingu hrogna til Japans, þau séu þó seld víðar. Hann segir það skiljanlegt að Japanir hugsi um aðra og mikilvægari hluti nú.
 
Aðrir kaupendur miða verð sitt við það sem japanskir kaupendur greiða fyrir hrognin. Á meðan ósamið er við fyrirtæki í Japan er því nokkur óvissa um afurðarverð. „Japanshrognin eru bestu hrognin, það eru mestu gæðin í þeim og þau fara reyndar víðs vegar. Það fer líka eftir framboði hvernig verðið er ákveðið þannig að trúlega verður einhver bið á því að menn sjái endanlega hvernig það fer eftir þessa vertíð," segir Stefán.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%