Skandia þarf 4-5 góða daga til að geta opnað höfnina

Vel sóttur fundur um samgöngu mál í Vestmannaeyjum

16.Mars'11 | 19:42
Opinn borgarafundur um samgöngumál í Vestmannaeyjum var haldin í Höllinni Vestmannaeyjum í kvöld. Fundurinn var vel sóttur og tóku til máls helstu áhrifavaldar í samgöngumálum í Vestmannaeyjum.  Fundamenn komu fram með mikilvægum skilaboðum til fundagesta enda þörfin fyrir svörum mikil eftir að breytingar hafa átt sér stað í samgöngumálum í eyjum.
Gísla Viggósson og Sigurður Áss Grétarsson frá Siglingastofnun Íslands töluðu um aðstæður í Landeyjahöfn sem hefur nú verið lokuð í 9 vikur. Að þeirra sögn var síðasta ár það versla á  52 ára tímabili hvað veður varðar við Landaeyjar ásamt því kom eldgos. En þeir segja að áhrif eldgosins helsta ástæðan fyrir því hve erfitt hefur verið að ráða við siglingar og dýpkun í Landeyjahöfn. Samkvæmt árstíðarspá evrópsku veðurmiðstöðvarinnar lítur út fyrir að þeir umhleypingar sem hófust um miðjan jánúar standi fram eftir vori. Einnig kom fram í þeirra máli að þeir töldu sýnt að grafskip þyrfti að staðaldri við Landeyjahöfn.
Sandburður nú er aðeins 1% af því sem hann var í haust. Ströndin er að ná jafnvægi og rifið að myndast fyrir utan hafnarminnið.

Skandia þarf 4-5 góða daga til að geta opnað
Dýpkunarskipið Skandia getur unnið í allt í tveggja metra ölduhæð en aðeins hefur verið unnt að dýpka í samtals 6 daga frá því skipið kom. Byrjunar erfiðleikar með skipið í upphafi ullu því að skipið hefur átt erfitt uppdráttur með dýpkun. Samtals þarf að dýpka 16-25m3 til að höfnin opnist og um 50 þ.m3 til að á fullu dýpi. Skandia þarf því um 4-5 góða daga í dýpkun til að höfnin opnist og 10-15 daga til ná fullu dýpi.
 
67% aukning á árinu 2010
Guðmundur Nikulásson talaði fyrir hönd Eimskips og talaði hann um að fjöldi farþega hefði verið 212  þúsund árið 2010 eða 67% aukning frá árinu á undan. Spá fyrir árið 2011 er um 280 þúsund farþegar eða 32% aukning frá 2010. Fjöldi fólksbíla var rúmlega 50 þúsund árið 2010 eða um 46% aukning frá árinu á undan. Væntingar Eimskips um fjölgun farþega með tilkomu siglinga í Landeyjahöfn hafa gengið eftir og vel það. Frá 21. júlí og fram til áramóta var siglt 106 daga í Landeyjahöfn og 59 daga í Þorlákshöfn. Frá áramótum hefur verið siglt 62 daga í Þorlákshöfn og 12 daga í Landeyjahöfn sem hefur nú verið lokuð í 9 vikur. Einnig kom frám í máli Guðmundar að lokun Landeyjahafnar í vetur hefur haft í för með sér veruleg óþægindi fyrir viðskiptavini Herjólfs.
 
Gjaldskrá til/frá Landeyjahöfn verður óbreytt frá 2010 nema fargjald  fyrir bíla og tæki hækkar um 100 kr. Aukaferðir verða farnar kringum stóra viðburði ef á þarf að halda. Sumaráætlun fyrir Herjólf eru:
virka daga fjórar ferðir á dag. Fimmtudaga til sunnudaga er lagt upp með 5 ferðir á dag.
Takmarkarnir verða á bókunum yfir vetrartímann þegar sem siglt er á tvær hafnir.
 
Fulltrúar frá rútufyrirtækinu Sterna og Flugfélaginu Erni töluðu um sínar samgöngur en hafa þau staðið sig með miklum sóma síðan þau hófu að þjóna Vestmanneyingum og fengu góð lof fyrir sitt framlag.
 
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.