Skemmtilegur fyrirlestur Loga Geirssonar um helgina

15.Mars'11 | 08:34
Um seinustu helgi kom handboltakappinn Logi Geirsson til Eyja. Hann var með opna æfingu fyrir yngri flokka félagsins. Auk þess var hann með stórskemmtilegan fyrirlestur í Týsheimilinu fyrir börnin. Logi er tvímælalaust góð fyrirmynd fyrir börn og unglinga og fór hann um víðan völl í fyrirlestrinum.
Meðal þess sem hann fór vel yfir var mataræðið. Þá fór hann vel yfir æfingarprógram og minnti á að það væri aukaæfingin sem skapaði afreksfólkið. Krakkarnir spurðu Loga útúr og virtust hafa gaman af því að hlusta á þennan mikla íþróttamann. Einnig mættu nokkrir þjálfarar félagsins á fyrirlesturinn.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.