Ritstjóri Eyjar.net leiðir keppni ritstjóra í Mottumars

Ágúst Sverrir Daníelsson búinn að safna 42.000 kr

10.Mars'11 | 08:48
Í dag eru tíu dagar frá því að áttak Krabbameinsfélags Íslands mottumars byrjaði og í heildina er búið að safna um 7.6 milljónum króna. 20 einstaklingar hafa skráð sig til leik í einstaklingskeppninni úr eyjum og 5 lið eru skráð í liðakeppnina.
Þann 1.mars síðastliðinn þegar Mottumars hófst skoraði Kjartan Vídó ritstjóri eyjar.net á Júlíus Ingason ritstjóran á eyjafrettir.is í keppni í mottusöfnun og áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. Eins og staðan er í dag skarta báðir ritstjórarnir glæsilegum mottum en Kjartan Vídó hefur náð að safna 6.500kr en Júlíus 1.000kr. Ritstjórarnir munu safna mottum til enda átaksins en heimildir eyjar.net herma að ekki sé mikil ánægja hjá betri helmingum ritstjóranna með mottu áttakið.

Hleypur 5km á sundskýlunni nái hann að safna 75.000kr
Í einstaklingskeppninni hefur Ágúst Sverrir Daníelsson náð að safna mest af þeim sem skráðir eru frá eyjum en hann hefur safnað 42.000 kr. Á facebook síðu Ágústar þá skrifar að hann muni hlaupa 5km í eyjum á sundskýlunni einni fata nái hann að safna 75.000 kr fyrir krabbameinsfélagið. Ágúst safnar mottu til stuðnings frænda konunnar sinnar sem greindist með hvítblæði 14 ára gamall í janúar á þessu ári.

Vinir Ketils Bónda leiða liðakeppnina í eyjum
Frá eyjum eru skráð 5 lið í liðakeppnina og eru Vinir Ketils Bónda efstir með 14.000 kr en í öðru sæti eru starfsmenn Eyjablikk en þeir hafa náð að safna inn 8.000 kr.
 
Eyjar.net skorar á lesendur sína að leggja þessu góða málefni lið og styðja Krabbameinsfélagið.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.