ÍBV Íþróttafélag sækir um byggingarleyfi á yfirbyggingu á stórasviðinu í Herjólfsdal

Með þessari byggingu erum við að hugsa til framtíðar

segir Tryggvi Már Sæmundsson framkvæmdastjóri ÍBV

9.Mars'11 | 13:44
Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 2.mars síðastliðinn var tekin fyrir beiðni ÍBV Íþróttafélags um byggingarleyfi fyrir yfirbyggingu á stórasvið í Herjólfsdal.
 
Á síðasta ári fór þjóðhátíðarnefnd ÍBV-íþróttafélags í mikla uppbyggingu og breytingar í Herjólfsdal en þá var m.a. tjaldstæði heimamanna stækkað ásamt því að farið var í uppbyggingu á þjónustuhúsi í Herjólfsdal. Húsið sem þá var byggt hýsir sölubúðir, almenningssalerni, starfsmannaaðstöðu og geymslupláss undir stóra sviðinu.
 
Óskað eftir leyfi að byggja eftir hæð fyrir stóra sviðið
ÍBV Íþróttafélag hefur nú óskað eftir byggingarleyfi að efri hæð. Þ.e.a.s stóra sviðið sem myndi vera aðstaða fyrir tónlistarfólk og skemmtikrafta ásamt salerni fyrir þá og geymsla fyrir búnað þeirra. Á hverju ári hingað til hefur ÍBV þurft að flytja inn í Herjólfsdal einingar sem mynda sviðið en nú vilja þeir byggja til framtíðar.
 
Eyjar.net heyrði í Tryggva Má Sæmundssyni framkvæmdastjóra ÍBV Íþróttafélags vegna málsins:
„Með þessari framkvæmd vill ÍBV Íþróttafélag byggja upp aðstöðu til framtíðar en á hverju ári hefur verið gríðarlegur kostnaður í flutninga og uppsetningu á gámaeiningunum sem mynda stóra sviðið. Með þessari byggingu erum við að hugsa til framtíðar og ef af verður verður þetta mikið framfararskref fyrir félagið. Þetta léttir undirbúningsvinnuna og gefur okkur auk þess fleiri tekjumöguleika".
Við höfum reynt að vanda til verka og gæta að því að þetta falli sem best inní umhverfið í Herjólfsdal. Þá má ekki gleyma því að þetta er verkfæri sem að þarf að virka. Við erum að byggja þetta til næstu áratuga og því verður að taka tillit til allra tækniþátta. Við höfum verið í góðu samstarfi við okkar tæknimenn. Þetta snýst um að hljóð, ljós og mynd komist sem best til skila" sagði Tryggvi Már að lokum.
 
 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.