Margrét Lára í byrjunarliði Íslands í úrslitaleiknum á Algarve

9.Mars'11 | 09:11
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum kl. 17:00 á morgun. Um er að ræða sjálfan úrslitaleikinn á Algarve Cup og er þetta í fyrsta skiptið sem Ísland kemst svo langt á þessu geysisterka móti.
Mótherjarnir úr Vesturheimi eru hinsvegar að leika í ellefta skiptið til úrslita í þessari keppni og þar af er þetta níunda keppnin í röð þar sem þeir leika úrslitaleikinn. Bandaríkin hafa unnið þessa keppni alls sjö sinnum og eru núverandi handhafar titilsins.
 
Hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á Facebooksíðu KSÍ en traustir heimildarmenn á staðnum munu sjá til þess að fréttirnar berist þangað hratt og örugglega.
 
Ein breyting er á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik en Guðbjörg Gunnarsdóttir kemur í markið í stað Þóru Helgadóttur.
 
Byrjunarliðið:
 
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
 
Hægri bakvörður: Þórunn Helga Jónsdóttir
 
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
 
Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
 
Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
 
Sóknartengiliður: Katrín Ómarsdóttir
 
Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir
 
Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir
 
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

tekið af ksi.is
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.