Hvar er sagan?

Gísli Foster skrifar á ÍBVSport.is

9.Mars'11 | 16:17
Vestmannaeyjar eiga nokkuð merka sögu, í hugum margra á ekki nokkur staður eins merka sögu. Í umræðunni drögum við alltaf fram Tyrkjaránið og gosið þegar við erum spurð um söguna og hvort eitthvað merkilegt sé ekki að finna í fórum okkar Eyjaskeggja, jú Þjóðhátíðn fær stundum að fljóta með. Minna fer oft fyrir stórmerkilegri útgerðar- og fiskvinnslusögu okkar sem og íþróttasögu?
Reglulega kemur upp sú umræða hér í prentsmiðjunni hversu mikið af gömlum myndum, gögnum, já og jafnvel sögum liggja undir skemmdum og gleymsku, oft erum við hér að tala um íþróttasöguna. Sigurður Jónsson, oft kenndur við Húsavík, kom með nokkurri óreglu reglulega í heimsókn til okkar og sagði sögur af hinum og þessum afrekum í sögu frjálsra íþrótta í Eyjum og sagði sögur af skemmtilegum karakterum. Hann kom stundum með myndir, já og meira að segja bækur þar sem hann hafði fært inn árangur ýmissa manna í hinum og þessum greinum – ómetanlegar heimildir allt saman. Fullt af þessu eru pottþétt hlutir sem ekki eru til víða, ef nokkursstaðar. Við veltum því oft upp hvað yrði brátt um þessar heimildir ef þeim yrði ekki safnað saman á einn stað. Það ótrúlega gerist nefnilega, við eldumst öll, já ég veit að okkur finnnst það skrýtið. Tíminn í raun flýgur hjá og þetta fólk er man löngu liðna tíð fækkar tölunni með hverju árinu. Það er einmitt sú saga sem erfiðast er að nálgast. Íþróttaafrek í Herjólfsdal og slíkt. Þessu þarf að bjarga.
 
 
Saga Týs kom út í veglegu bindi fyrir nokkrum árum eftir margra ára undirbúning og var mörgum fagnaðarefni, sama má segja um samantekt Sigurgeirs Jónssonar um sögu GV. Mér skilst að Sigurgeir sé að vinna í sögu Þórs, sem er hið þarfasta verk, og ég hlakka til að sjá afrakstur þeirrar vinnu. En hvað með sögu ÍBV héraðssambands? Hvað með allar heimildir um íþróttaafrek Eyjamanna sem eru í dag í bókum eða úrklippum hér og þar, liggja jafnvel undir skemmdum. Hvað með að þekkja fólk á myndum? Siggi í Húsavík kom með myndir til okkar sumar birtum við í Dagskrá með nöfnum flestra er á myndinni voru en oft vantaði nöfn – því miður. Þetta er partur af því sem að maður hefur áhyggjur af, því lengur sem beðið er með þetta þeim mun erfiðara verður að glíma við þetta..
 

Saga íþrótta í bænum er órjúfanleg sögu bæjarins. Ég hef alltaf séð fyrir mér að á byggðarsafninu séu þessari sögu gerð vegleg skil. ÍBVbúningar, Týsbúningar, Þórsbúningar, sundhettur, golfkúlur og hvað eina Sagan í máli og myndum. Hinn almenni iðkandi, atvinnumenirnir okkar. Titlar og tár. Í núinu er svo auðvelt að koma á myndskeiðum og tölvugrafík yfir hitt og þetta sem afrekað hefur verið. Auðvelt er að nota þetta til að gleðja og fræða þann er á horfir.
 

Ég sé líka fyrir mér að inni í félagsheimili ÍBV verði komið upp vísi að safni. Veggir skreyttir með myndum úr starfinu og jafnvel gömlum búningum og titlum. Heimasíðu félagsins á að nota í ómældu magni til að koma sögunni á framfæri.
 

Þetta eru ómetanlegar heimildir þó mörgum þyki þetta kannski ekki merkilegt í dag.
 
 
Gísli "Foster" Hjartarson
Tekið af ibvsport.is
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%