Framkvæmda- og hafnarráð óskar eftir fresti vegna breytinga á starfsemi sorpbrennslustöðvarinnar

8.Mars'11 | 08:40

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var farið yfir tilkynningu Umhverfisstofnunar (UST) vegna rykmengunar frá Sorpeyðingarstöð Vestmannaeyja og þeim áformum UST um að svipta stöðina starfsleyfi af þessum ástæðum. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir efnisatriðium í svari Vestmannaeyjabæjar v/ Bæjarveitna Vestmannaeyja þar sem farið er fram á frest á breytingum á starfseminni, vegna þess að niðurstöður mælinga sérfræðings Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem voru framkvæmdar 2. mars sl. verða ekki tilbúnar fyrr en eftir nokkrar vikur.
 
Þar fyrir utan kunna þessi áform Umhverfisstofnunar að raska öllum ákvörðunum um útboð á flokkun sorps í Eyjum síðar á þessu ári, samhliða moltugerð og miklum samdrætti í starfsemi Sorpeyðingarstöðvar Vm.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að svarbréfi til UST og felur framkvæmdastjóra að senda svarbréf til fulltrúa í ráðinu til umsagnar áður en það verður sent til Umhverfisstofnunar.
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.