Dagbók lögreglunnar

Vinnuslys um borð í Júpiter ÞH

Helstu verkefni frá 28. febrúar til 7. mars 2011

7.Mars'11 | 15:56

Lögreglan,

Þó nokkur erill var hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina en töluvert var um ágreining og pústra á milli aðila á skemmtistöðum bæjarins. Engar kærur liggja hins vegar fyrir enda tókst í öllum tilfellum að leysa málin.
Tveir fengu að gista fangaeymslur lögreglu í vikunni, annar vegna ölvunar og óspekta en hinn í tvígang vegna ölvunarástands. Sá síðarnefndi gisti tvær nætur í röð í fangageymslu auk þess sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af honum nokkrum sinnum vegna vandræða sem sköpuðust í kringum ástand hans.
 
Að morgni sl. sunnudags var tilkynnt um vinnuslys um borð í Júpiter ÞH en starfsmaður í löndun, sem var að koma upp úr lest skipsins, slasaðist á höfði þegar lúga fauk upp og lenti á höfði hans. Ekki er talið að um alvarlega áverka sé að ræða, hann mun hafa skorist á höfði.
 
Af umferðarmálum er það helst að frétta að fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs, þá var einn ökumaður sektaður fyrir að tala í farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar. Einn ökumaður fékk sekt fyrir akstur án þess að hafa öryggisbeltið spennt.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%