Eyjalögin óma á Suðurlandi

4.Mars'11 | 13:54
Söng og skemmtisveitin Obbó-síí frá Vestmannaeyjum er loksins á ferðinni á fastalandinu og heldur Eyjakvöld á tveimur stöðum á Suðurlandi um helgina.
Eyjalögin verða sungin í Hvítahúsinu Selfossi í kvöld, föstudagskvöld og í Heimalandi undir Eyjafjöllum á laugardagskvöld. Skemmtunin hefst kl. 21 í báðum tilvikum. Gestur á seinna kvöldinu er Árni Johnsen alþingismaður.
 
Obbó-síi er sjö ára gömul hljómsveit og á tónleikunum um helgina eru söng og hljóðfæraleikararnir tólf talsins.
 
Sungin verða skemmtileg Eyjalög sem allir þekkja og textum varpað á vegg svo allir geti sungið með. Sögum af höfundum og ljóðum er síðan fléttað inn í dagskrána. Enginn sem unnir skemmtilegum söng og tónlist í anda Eyjamanna má missa af þessum viðburði.
 
Aðgangseyrir aðeins kr. 1.000,-
 
www.sunnlenska.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is