Drullu veður og sjólag

Þorbjörn Víglundsson bloggar af sjónum

3.Mars'11 | 08:45

Tobbi

Þá er búið að setja í bátinn á nýjan leik og enn og aftur í ,, drullu veðri" og haugasjó. Í þetta skiptið þurftum við að kasta sjö sinnum en það er met á þessari vertíð. Við fengum að sjálfsögððu stæðsta kastið síðast og gáfum þá bara strákunum á Sigurði VE 15 restina úr nótinni hjá okkur.
Við byrjuðum að banka á þessu seinnipartinn í gær í haugasjó. Við kláruðum þetta svo með hléum núna um hádegið í dag en þá var veðrið orðið skaplegt eftir að það hvessti mikið seint um nóttina. Það slær þó aldrei á þessa SSV kviku sem hefur verið á svæðinu í meira en viku og sér ekki fyrir endann á þessum þrálátu brælum og verða einhverjir á Veðurstofunni að fara að koma með betra veður. Þetta er orðið fremur þreytandi.....
 
Sigurður VE 15 var smíðaður í Seebeck Werft skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 og var afhentur eigendum sínum í september það ár. Skipið var smíðað fyrir Ísfell á Flateyri, en það fyrirtæki var í eigu Einars Sigurðssonar, Einars ríka, eins og hann var oftast nefndur. Í dag gerir Ísfélagið Sigurð út.
 
Sigurður hlaut fyrst einkennisstafina ÍS 33 en var aldrei gerður út frá Flateyri heldur Reykjavík enda var hann síðar skráður í Reykjavík og hlaut þá einkennisstafina RE 4. Hann var í eigu Ísfells til 1984. Þá eignast Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hann og 1992 verður hann eign Ísfélagsins þegar Hraðfrystistöðin og Ísfélagið sameinast. Þá fær hann einkennisstafina VE 15.
 
Sigurður var smíðaður með það fyrir augum að gera hann út til karfaveiða við Nýfundnaland en togarar höfðu þá mokað karfanum upp þar. Skipstjóri á Sigurði er hann kom til landsins var Pétur Jóhannsson en hann var það einungis fáa túra, því skömmu eftir að Sigurður hóf veiðar var karfinn við Nýfundnaland uppurinn og því lítil verkefni fyrir skipið, enda var því lagt um hríð.
 
Árið 1963 hóf Sigurður veiðar að nýju, þá sem togari á Íslandsmiðum, undir skipstjórn Auðuns Auðunssonar og varð þá strax mikið afla- og happaskip og hefur verið æ síðan. Guðbjörn Jensson tók við skipstjórn á Sigurði haustið 1965 og var með hann þar til í september 1966 en þá tók Arinbjörn Sigurðsson við skipstjórninni og var með Sigurð til ársins 1973 er hætt var að gera skipið út sem togara í september það ár. Þá var Sigurði breytt í nótaveiðiskip en sú breyting var gerð í Kristjánssandi í Noregi. Sigurður aflaði afbragðsvel sem síðutogari og á árunum 1963 til 1972 varð hann átta sinnum aflahæsti togari landsins og mesti afli sem hann kom með í einni veiðiferð voru 537 tonn af karfa og þorski.
 
Nótaskipið Sigurður kom til landsins eftir breytingarnar vorið 1974 og frá þeim tíma var Kristbjörn Árnason, Bóbi eins og hann er yfirleitt nefndur, skipstjóri þar, en á tímabili var Haraldur Ágústsson skipstjóri á móti honum. Sigurður bar um 900 tonn þar til byggt var yfir skipið en það var gert í Hafnarfirði árið 1976 af skipasmíðastöðinni Stálvík.
 
Eins og áður sagði hefur Sigurður verið mikið aflaskip og eftir að skipinu var breytt í nótaskip hefur það alla tíð aflað afbrags vel. Árið 1975 setti Sigurður m.a. met er skipið landaði rúmlega 40 þúsund tonnum á árinu.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).