Klárir á miðunum þegar veður lægir

1.Mars'11 | 11:12

Ísfélagið

Skipverjar á Sigurði VE voru að gera klárt í dag til að sigla á loðnumiðin í Faxaflóa í kvöld. Stefnan er sett á að vera komnir á miðin um hádegið á morgun til að standa klárir þegar lygnir þar seinnipartinn.
Útgerðir landsins munu klára að veiða loðnukvótann á næstu dögum. Sjómenn keppast við að ná loðnunni á meðan hún er verðmætust en veðrið setur strik í reikninginn. Hrognafylling loðnunnar mælist nú yfir 20% og hrognin eru að ná þeim þroska sem þarf til að vinna úr þeim verðmætustu afurðirnar.
 
Ísfélagið í Vestmannaeyjum greip til þess ráðs þessa vertíðina að gera út Sigurð VE sem hafði legið ónotaður við bryggju í tæp tvö ár. Er það gert til þess að freista þess að ná að veiða þann aukna loðnukvóta sem var gefinn út að þessu sinni. Sigurjón Ingvarsson, skipstjóri, segir að vel hafi gengið að manna skipið með skömmum fyrirvara.
 
Sigurður VE er sögufrægt skip, það kom til landsins sem togari fyrir 51 ári. Sigurjón skipstjóri segir að Einar ríki Sigurðsson útvegsmaður hafi breytt skipinu í loðnuskip á áttunda áratug síðustu aldar. Mörgum hafi þótt það merkileg ákvörðun en það hafi sannast í gegnum árin að Einar hafi verið framsýnn, enda hafi fyrrverandi skipstjóri Sigurðar VE fiskað um 1.200.000 tonn á skipinu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.