Áform um sviptingu starfsleyfis

25.Febrúar'11 | 07:58

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Umhverfisstofnun áformar að svipta Bæjarveitur Vestmannaeyja starfsleyfi vegna sorpbrennslunnar í Eyjum. Íbúafundur var í Vestmannaeyjum í kvöld um mengun frá stöðinni.
Fundurinn var sá þriðji sem Umhverfisstofnun heldur vegna mengunar frá eldri sorpbrennslum. Íbúar Kirkjubæjarklausturs, Ísafjarðar og Vestmannaeyja fengu upplýsingar frá Umhverfisstofnun, Matvælastofnun og sóttvarnalækni á fundunum. Farið var yfir starfssemi sorpstöðvanna í ljósi starfsleyfis þeirra. Einnig voru íbúar fræddir um áhrif díoxínmengunar og næstu skref varðandi rannsóknir á umhverfi og íbúum.
 
Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa fengið erindi frá Umhverfisstofnun um að stofnunin áformi að svipta rekstraraðila sorpbrennslunnar í Eyjum starfsleyfi. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að brennslan uppfylli ekki ákvæði starfsleyfisins, auk þess hafi sveitarfélagið ekki sinnt áminningum um að bæta þar úr. Málið snúist ekki um díoxínmengun, heldur mengun vegna ryks.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir ýmsar úrbætur hafa verið gerðar á sorpbrennslunni undanfarin ár. Meðal annars sé brennt við hærri hita nú en áður, einnig hafi tekist að draga úr mengun í útblæstri. Auk þess standi til að flokka sorp frekar í Eyjum sem muni minnka magn brennanlegs sorps um 60 prósent. Að hans mati eru mengunarviðmið lítilla sorpstöðva óraunhæf, þar sem ekki sé horft til heildarlosunar á ári. „Það er alveg ljóst að þessi sorpbrennslustöð nær aldrei þeim viðmiðunum sem sett eru hjá umhverfisyfirvöldum, jafnvel þótt hún sé margfalt betri núna en hún var ný árið 1993,“ segir Elliði.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.