Vinsamleg ósk frá ráðherra að Vestmannaeyjabær íhugi leiðir til að hætta brennslu úrgangs

Umhverfis- og hafnarráð

17.Febrúar'11 | 08:52

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Umhverfis- og hafnarráð fundaði í gær og fyrir fundinum lá bréf frá Umhverfisráherra dags. 9.feb.2011 þar sem ráðherra beinir þeirri vinsamlegu ósk til Vestmannaeyjabæjar að það íhugi leiðir til að hætta brennslu úrgangs í sorpbrennslustöð sveitarfélagsins eða draga verulega úr brennslu þar til niðurstöður fyrirhugaðra mælinga liggja fyrir.
Frá því að mengunarmælingar voru gerðar árið 2007 hafa verið gerðar breytingar og endurbætur á sorpbrennslustöðinni sem miða að því að minnka losun óæskilegra efna í andrúmsloftið.
Brunaferill var endurbættur og felliturn reistur ásamt öðrum nauðsynlegum ráðstöfunum. Á næstu dögum verða gerðar mengunarmælingar á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og er það í samræmi við samkomulag við Umhverfisstofnun.
Sorpeyðingarstöð Vestmannaeyja var tekin í notkun 1993 og þótti mjög fullkomin á þeim tíma. Við brernnslu er framleidd varmaorka á mjög hagkvæman hátt sem annar tæplega 10% af varmanotkun til húshitunar í Vestmannaeyjum.
Á vegum Framkvæmda- og hafnarráðs er starfandi sérstakur starfshópur um sorpmál og framtíðarskipan þeirra mála. Á miðju þessu ári er ráðgert að taka upp frekari flokkun sorps í Vestmannaeyum sem mun fela í sér að mun minna magn mun fara til brennslu en jafnframt verði hluti sorpsins nýttur til endurvinnslu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.