Verkfalli aflýst,bætt við kvóta? og við nálgumst Þórshöfn með fullt skip

Áhöfnin á Álsey VE2 bloggar af sjónum

17.Febrúar'11 | 08:57

Álsey

Af okkur er það að frétta síðan síðast að við lönduðum milli brælu bæði á laugardag og sunnudag um síðustu helgi samtals um 800 tonnum sem allt fór í vinnslufrystingu í Ísfélagi Vestmannaeyja, afla sem við fengum rétt norðvestan við Eyjar.
Þá tók þessi túr við sem við erum á leið úr, erum við að nálgast Þórshöfn á Langanesi eftir að hafa fengið í skipið í nokkrum góðum köstum úti af Reykjarnesi mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags. Við tók langt stím til Þórshafnar, þar sem allt stefndi í verkfall í Eyjum og víða, en við áttum möguleika á að fara til Þórshafnar . En sem betur fer þá hefur yfirvofandi verkfalli verið slegið af að svo stöddu og veiðar geta því haldið áfram óáreittar og löndun í Eyjum og víða með tilheyrandi hrognavinnslu verður þá þrátt fyrir allt, sem er sjálfsögðu fagnaðarefni fyrir okkar Bæjarfélag Vestmanneyjar og þjóðarskútuna.
 
Við héldum enga síður okkar áætlun og löndum þessum túr sem fyrr á Þórshöfn. Ferðin hingað hefur gengið svona og svona, í nótt þá var bara andskoti mikill læti og gekk vel yfir skipið, eitt og eitt brot reið á skipið sem aftur hefur tafið okkar för og því komutíma til Þórshafnar sem átti upphaflega að vera í hádeginu í dag, líklega verðum við að skríða þangað inn á bilinu fimm;-)
 
Þá er "sjaldan einn báran stök í tólf vindstigum";-) og það á ekki bara við í veðrinu þessa dagana, því líka í góðu fréttum af loðnumálum, því í hádeginu bárust þær fréttir beint frá Hafró að þeir leggja til 65.000 tonna viðbót við áðurútgefin kvóta á þessari vertíð. Það stefnir því allt í einu í stóra og flotta vertíð með til heyrandi hrognatöku um allt land svo það verða margar hendur sem fá vinnu við það, sem er vel. Svo þetta eru því sannarlega góðar fréttir sem við höfum fengið á síðasta hálfa sólarhringnum.
 
Við erum að sjálfsögðu kátir hér um borð, fögnum þessum flottu fréttum með góðri pizzu hjá Nönnu í kvöld og líklegt þykir að formlegur stofnfundur á hinu nýja starfsmannafélagi áhafnarinnar á Álsey VE 2 verði að veruleika með samþykkt á nafni en þar eru nokkrar tillögur sem keppa,tilurð og stefna þess ný stofnaða félags rædd og þessháttar. Félagið verður því fljótlega gert opinbert;-). Þá er góður leikur til að horfa á í meistaradeild Evrópu í kvöld,leikur á milli Davíðs og Golíats eða Arsenal og Barcelona . Og þar sem það er með öllu "bannað" á Íslandi í dag að hampa Davíð þá verðum við að styðja Golíat í þessum leik og gerum við því það og segjum ÁFRAM Barcelona í kvöld nema kannski fáir útvaldir...vélstjórar;-) ég læt þetta dugar héðan frá Álsey á landleið til Þórshafnar, kveðja Kristó...

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.