Dagbók lögreglunnar

Stúlka sló aðra stúlku með glerflösku í höfuðið

Helstu verkefni frá 7. til 14. febrúar 2011

14.Febrúar'11 | 16:20

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu mála sem upp komu m.a. fíkniefnamála, líkamsárása ofl. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram en samt var eitthvað um pústra en einungis ein líkamsárás var kærð þó vitað sé um nokkur tilvik þar sem högg gengu á milli manna.
Þá var nokkur erill vegna óveðursins sem gekk yfir eyjarnar um miðja viku og var tilkynnt um nokkur tilvik þar sem þakplötur og klæðningar á húsum voru að losna.
 
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en um var að ræða ósætti milli tveggja stúlkna á átjánda ári sem endaði með því að önnur stúlknanna sló hina með glerflösku í höfuðið þannig að skurður myndaðist. Stúlkan sem varð fyrir áverkunum leitaði læknis á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þar sem sauma þurfti nokkur spor til að loka sárinu.
 
Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni og var í báðum tilvikum um kannabisefni að ræða sem haldlögð voru. Í fyrra tilvikinu fundust um 30 gr. af maríhúana við leit í herbergi á gistiheimili hér í bæ en í hinu tilvikinu fundust um fjögur gr. af maríhúana við leit í húsi í bænum. Bæði málin teljast upplýst.
 
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
 
Eitt vinnuslys var tilkynnt í vikunni en skipverji á Aðalsteini Jónssyni SU 11 féll við vinnu sína um borð og þurfti að leita læknis sökum áverka sem hann fékk. Ekki er talið að um alvarlega áverka hafi verið að ræða.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is