Engum dettur í hug að taka aftur upp á því að henda öllu sorpinu í sjóinn eins og gert var fyrir fáum áratugum

13.Febrúar'11 | 10:00

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir að í ljósi díoxíðmengunar frá sorpbrennslustöðvum að hún vildi að þeim yrði lokað. Sorpa í eyjum er ein af þessum stöðum en sökum reglugerða um urðun, brennslusorps eða fluttnings þá gætu eyjamenn verið í vandræðum verði stöðinni lokað.
Eyjar.net heyrði í Elliða Vignissyni bæjarstjóra til að fá viðbrögð hans við ummælum Svandísar um lokum Sorpu.
Við hjá Vestmannaeyjabæ tökum bréfi Svandísar alvarlega þar sem hún beinir því til okkar að hætta brennslu á sorpi alvarlega enda er díoxínmengun ekkert gamanmál. Við munum áfram vinna að úrlausn þessara mála af fullri alvöru og miklum þunga og ýmsar leiðir eru í undirbúningi svo sem aukin flokkun, aukinn búnaður við núverandi brennslu og fl. Við viljum þó hugsa allar breytingar til enda og vanda okkur við úrvinnslu þessa vanda. Til dæmis þarf að huga að því að Sorpa er ekki baða Sorpbrennsla heldur framleiðir brennslan orku sem við nýtum til húshitunar. Ef við hættum að fá orkuna frá Sorpu þá neyðumst við til að brenna meiri olíu til að vinna upp orkutapið og vera má að díoxínmengunin aukist því við aðgerðina en minnki ekki. Þá er betur heima setið en af stað farið.
 
 
 
Ég hef þegar rætt við fulltrúa í Umhverfisráðuneytinu og óskað eftir því að við förum saman yfir þessi mál og mun síðar í dag taka upp viðræður við Svandísi. Okkar markmið verður að vinna með ráðuneytinu að því að dregið verði úr losun díoxíns hér í Vestmannaeyjum. Það er okkar sameiginlega verkefni en ekki að skella í lás brennslum sem stöðugt hafa orðið umhverfisvænni frá því að þær voru teknar í notkun. Í ljósi þess að áramótabrennur sem við njótum í fáeina klukkutíma á hverju ári losa um 46% af öllu díoxíni þá hljótum við að spyrja okkur að því hvort ekki sé rétt að fækka fyrst um eina áramótabrennu hér í Eyjum áður en við hættum brennslu sorps.
 
 
 
En hvað er hægt að gera ef brennslu sorps verður hætt?
Já þá vandast málið og auðvitað bregður manni þegar maður heyrir í viðtölum við ráðherra að ef hún hefði haft lagaheimildir þá hefði þessu öllu verið skellt í lás án tafar. Fáum dettur vonandi í hug að hægt verði að flytja sorp með farþegaferju þannig að ekki flytjum við sorpið í burtu með Herjólfi, ekki frekar en Reykvíkingar myndu sætta sig við að nota strætisvanga sem sorpbíla. Engin strandferðaskip ganga milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur þannig að ekki er sú leið fær. Óheimilt er að flytja sorp milli landa þannig að ekki kemur til greina að flytja þetta þá leið. Urðun í Vestmannaeyjum er lang alvarlegasta mengunin í ljósi þess hversu takmarkað landrými er hér í Eyjum. Urðun er líka ekkert annað en hægfara brennsla. Engum dettur í hug að taka aftur upp á því að henda öllu sorpinu í sjóinn eins og gert var fyrir fáum áratugum. Möguleikarnir eru því fáir, en það breytir því ekki að við verðum að bregðast við. Í ljósi þess að ráðherra vill að við hættum strax að brenna sorpi þá verðum við að spyrja hana hvað hún leggi til ef við verðum við beiðni hennar um að loka sorpbrennslunni og sömuleðis hver á að greiða kostnaðinn af hertum reglum.
 
 
 
Hvað með kaup á nýrri Sorpbrennslustöð?
 Umhverfistöffaramennska er í tísku og það er auðvitað mjög freistandi fyrir okkur sem að þessu komum að dansa bara með þessu og panta strax nýja brennslustöð. Mengunarviðmiðin á nýjum stöðvum eru þannig að slík brennsla þarf að uppfylla öll sömu viðmið og brennslur sem þjóna milljónasvæðum og jafnvel staddar í miðjum íbúðahverfum. Kostnaður við slíka framkvæmd gæti verið allt að 600 milljónum. Þessi kostnaður fer síðan beint inn í sorpeyðingagjöld bæjarbúa og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Þá verðum við einnig að halda því til haga að orkan sem við kaupum fyrir heimilin hér í Eyjum af brennslunni kostar um 7 milljónir en ef þetta væri orka sem fenginn væri með olíubrennslu þá kostar það um 46 milljóir eða 29.000 á hvert heimili. Stórmennskudansinn og náttúrutöffaramennska okkar verður því greidd af fjölskyldum sem þegar búa við erfið skilyrði vegna efnahasþrenginga. Því verðum við að sýna mikla ábyrgð í þessu og stíga varlega niður með bæði hagsmuni bæjarbúa og umhverfisins í huga. Það er aldrei hægt að réttlæta mengun og á okkur hvílir sú algera skylda að ganga vel um náttúruna. Kapp er hinsvegar best með forsjá. Fyrstu skref verða því frekari mælingar á mengun, samvinna við landlækni um úttekt á stöðunni og samvinna við umhverfisráðuneytið um viðbrögð við niðurstöðum þessara mælinga. Þær aðgerðir sem við grípum til verða að vera kostnaðarlega viðráðanlegar fyrir bæjarbúa og það verður að vera tryggt að í þeim sé í raun aukin náttúruvernd en ekki minni eins og hætt er við ef við hættum brennslu. Lágmarkskrafa okkar allra er að fólki standi ekki hætta af sopbrennslunni og lokatakmarkið að við getum skilað umhverfinu í betra ástandi en við tökum við því.
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%