Umræðan í samfélaginu

Leifur Jóhannesson skrifar

11.Febrúar'11 | 09:07
Sjávarútvegurinn er alltaf á milli tannana á fólki. Útgerðarmenn og aðrir sem tengjast atvinnugreininni eru sífellt undir skoðun frá forvitnum Íslendingum, mega ekki einu sinni kaupa sér snaps í tollinum. En að öllu gríni sleppt þá er þetta orðið full mikið.
Nú eru uppi áform hjá velferðarstjórn Skattgríms og Jóhönnu að breyta sjávarútveginum. Þær breytingar sem eru áformaðar setja allar framtíðaráætlanir útgerða úr skorðum og skapa mikla óvissu í atvinnugreininni. Sem veldur því að allir sem eiga hagsmuna að gæta í greininni eru á bremsunni.

Það eru margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi, beint og óbeint. Þar sem ég bý, í Vestmannaeyjum, getur maður sagt að allir séu hagmunaaðilar, hvort sem það séu búðareigendur, bifvélavirkjar, iðnaðarmenn, námsmenn eða almennt fjölkyldufólk.

Greinin snertir alla. Ég man fyrir nokkrum árum þegar loðnubresturinn varð og loðnuvertíðin féll niður. Þá þurftu flest allir að halda vel í budduna, það hefur áfrif á allt samfélagið. Þetta hefur líka áhrif á bæjaryfirvöld. Hvernig? Jú, útsvarstekjur bæjarins minnka gríðarlega, sem hefur áhrif á getu bæjarins til þess að veita íbúnum þjónustu.

Þessi áform velferðarstjórnarinnar er banabiti fyrir sjávarpláss út á landi, stöndum saman og segjum NEI við svona vitleysu. Landsbyggðin þarf að standa saman á móti 101 lýðnum og vinstri stjórninni.

 Leifur Jóhannesson

Varaformaður Eyverja

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.