Skandia komin til eyja

11.Febrúar'11 | 07:52
Dæluskipið Skandia sem verður notað við dýpkun Landeyjahafnar á næstunni kom til hafnar í Vestmannaeyjum um miðnættið í gær. Hafnsögubáturinn Lóðsinn tók á móti dæluskipinu í miklu hvassviðri. Hafnsögumaður náði að stökkva á milli skipa í vari við Bjarnarey.
Skipstjórinn á Skandia sagði að olíudæla hefði bilað með þeim afleiðingum að ekki var hægt að keyra vélar skipsins á fullu afli. Allt fór þó vel og Skandia lagðist að bryggju áður en versta veðrið skall á.
 
Guðjón Egilsson, einn eigenda Íslenska Gámafélagsins sem á skipið, segist ánægður með að það sé komið til landsins eftir átta daga siglingu í slæmu veðri frá Danmörku. Nú taki við eins til tveggja daga undirbúnings- og viðhaldsvinna áður en dæling getur hafist í Landeyjahöfn. Vegna mikillar ölduhæðar þar næstu daga á hann þó ekki von á því að dýpkun hafnarinnar hefjist fyrr en eftir helgi.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.