Skandia komin til eyja

11.Febrúar'11 | 07:52
Dæluskipið Skandia sem verður notað við dýpkun Landeyjahafnar á næstunni kom til hafnar í Vestmannaeyjum um miðnættið í gær. Hafnsögubáturinn Lóðsinn tók á móti dæluskipinu í miklu hvassviðri. Hafnsögumaður náði að stökkva á milli skipa í vari við Bjarnarey.
Skipstjórinn á Skandia sagði að olíudæla hefði bilað með þeim afleiðingum að ekki var hægt að keyra vélar skipsins á fullu afli. Allt fór þó vel og Skandia lagðist að bryggju áður en versta veðrið skall á.
 
Guðjón Egilsson, einn eigenda Íslenska Gámafélagsins sem á skipið, segist ánægður með að það sé komið til landsins eftir átta daga siglingu í slæmu veðri frá Danmörku. Nú taki við eins til tveggja daga undirbúnings- og viðhaldsvinna áður en dæling getur hafist í Landeyjahöfn. Vegna mikillar ölduhæðar þar næstu daga á hann þó ekki von á því að dýpkun hafnarinnar hefjist fyrr en eftir helgi.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.