Loðna heilfryst í Eyjum

10.Febrúar'11 | 07:00

VSV Vinnslustöðin Sighvatur Bjarnason VE

„Þetta er mjög fín loðna, stór og falleg,“ sagði Björn B. Hákonarson, framleiðslustjóri Ísfélags Vestmannaeyja en heilfrysting á loðnu byrjaði þar síðasta sunnudagskvöld. „Við frystum á vöktum allan sólarhringinn. Afköstin eru um 300 tonn á sólarhring.“
Björn sagði að haldið yrði áfram að frysta loðnu, allavega fram að verkfalli. Boðað er að það hefjist á þriðjudaginn kemur. Fjögur skip Ísfélagsins eru nú á loðnu. Guðmundur VE heilfrystir um borð og þrjú landa aflanum til frystingar eða bræðslu, ýmist í Vestmannaeyjum eða á Þórshöfn.
 
Loðnuskipin Sighvatur Bjarnason VE og Kap VE áttu að fara út í kvöld en þau landa hjá Vinnslustöðinni (VSV) í Vestmannaeyjum. Búist við að bátarnir geti jafnvel landað á morgun. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, sagði að ætlunin sé að skipin taki litla skammta og verði reynt að heilfrysta loðnuna. Ekki stendur til að heilfrysta nema fram að boðuðu verkfalli. Sindri taldi að heilfrysting geti komið ágætlega út, en samt ekki jafn vel og mjöl- og lýsisvinnsla.
 
Loðnugangan var komin vestast í Meðallandsbugt í dag, en þangað er 6-7 klukkutíma sigling frá Vestmannaeyjum. Tíðin hefur verið erfið til veiða undanfarið. Það lygndi í morgun og aftur er gert ráð fyrir leiðindaveðri á morgun.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.