Nýtt bókunarkerfi Herjólfs tekið í notkun

8.Febrúar'11 | 16:12

Herjólfur

Nýtt bókunarkerfi fyrir Herjólf verður tekið í gagnið miðvikudaginn 9. febrúar. Hægt er að bóka ferðir fram til 31. maí í nýja kerfinu, en opnað verður fyrir bókanir sumarsins um leið og áætlun fyrir það verður tilbúin.
Meðal nýjunga í kerfinu má telja að viðmótið býður upp á breytingar á bókun hvar sem er í ferlinu, hægt er að prenta farseðla beint út af netinu og hægt verður að láta farþega vita með tölvupósti og smáskilaboðum þegar frávik verða á áætlun ferjunnar. Áætlað er að halda kynningu á nýja kerfinu, sem notað er af ferjuleiðum um allan heim með góðum árangri, í Vestmannaeyjum þegar nær dregur.
 
Nánari upplýsingar má nálgast á afgreiðslustöðum Herjólfs og í síma 481-2800.
 
Algengar spurningar um afsláttarkort Herjólfs:
 
· Er notkun kortsins bundin við fjölskyldumeðlimi?
 
o Afsláttarkortin eru skráð á kennitölu einstaklinga og miðast notkunin við þá aðila sem eru skráðir á sama lögheimili og kaupandi. Þannig er miðað við að maki og börn skráðs notenda geti nýtt sér afsláttarkortin.
 
· Er hægt að framselja kort ef viðkomandi vill gefa kort eða flytur á brott?
 
o Við slíkar aðstæður er boðið upp á endurgreiðslu afsláttarkorts.
 
Breytingar á uppsetningu og bókun afsláttarkorta:
 
Í tengslum við nýtt bókunarkerfi Herjólfs verða smávægilegar breytingar á forsendum afsláttarkerfis í miðakaupum. Breytingin í hnotskurn er sú að notendur kaupa nú afsláttarkort á 30.000 krónur sem gefa 50.000 króna inneign í miðakerfinu. Notendur geta svo nýtt þá 50.000 króna inneign til að kaupa miða, sem þá eru á fullu ferði í kerfinu.
 
Þannig nýtist afslátturinn notendum um leið og hann er keyptur, en miðar reiknast á fullu verði í bókunarkerfinu við kaupin.
 
Athygli er vakin á því að eldri afsláttarkortanúmer allra notenda falla úr gildi um leið og nýja bókunarkerfið verður tekið í notkun. Ný númer verða gefin út í stað þeirra.
 
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.