Kópurinn kvaddi með hreifaklappi

7.Febrúar'11 | 08:06

Sighvatur Jónsson

Útselskópurinn Golli kvaddi með hreifaklappi í dag þegar hann synti aftur út í náttúruna eftir þriggja mánaða dvöl á Fiskasafninu í Vestmannaeyjum. Umsjónarmaður kópsins segir það hafa verið erfitt að kveðja Golla, hann hafi verið sér eins og gæludýr.
 
Útselskópurinn Golli kom á land á Breiðdalsvík fyrir þremur mánuðum. Flogið var með hann til Eyja þar sem hann felldi ljósu hárin og styrktist en honum var gefin síld tvisvar á dag.
 
Umsjónarmenn Golla hafa beðið eftir hagstæðu veðri og sjólagi. Í dag rann kveðjustundin upp í Klaufinni við Stórhöfða. Hópur fólks fólks fylgdist með en Golli lét mannfólkið ekki trufla sig. Fyrst um sinn leist kópnum ekkert á brimið og hann hörfaði. Golli seildist sífellt lengra út í sjóinn og hvarf loks sjónum manna.
 
Georg Skæringsson, umsjónarmaður Golla, segist hafa verið hræddur um það á tímabili að kópurinn myndi ekki fara þar sem hann hafi verið hálfhræddur við ölduna. Georg á von á því að kópurinn muni halda sig á þessum slóðum næstu daga.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.