Skandia verður við sanddælingu fram í apríl

4.Febrúar'11 | 16:15
Jón Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir að eftir að dýpkunarskipið Skandia er búið að dýpa við Landeyjarhöfn eigi grynningar við höfnina ekki að hamla því að Herjólfur geti notað höfnina.
Dýpkunarskipið Skandia er lagt af stað til Íslands, en mjög vont veður hamlar för. Gert er ráð fyrir að skipið verði við Færeyjar á sunnudag og komi til Íslands í næstu viku. Skipið mun geta hafið dýpkunarframkvæmdir fljótlega eftir að það kemur til landsins ef veður leyfir. Veðurspáin er hins vegar ekki góð.
 
Samningurinn milli Íslenska gámafélagsins og Siglingastofnunar gerir ráð fyrir að Skandia verði til taks fram í apríl. Jón sagði að það ætti því að vera tryggt að dýpi við Landeyjarhöfn ætti ekki að koma í veg fyrir að Herjólfur gæti siglt í höfnina næstu mánuðina. Veður og ölduhæð gætu þó haft áhrif á ferðir skipsins.
 
Skandia er mun öflugra skip en Perlan sem vann að sanddælingu við Landeyjarhöfn í haust. Skandia á að geta unnið í allt að tveggja metra ölduhæð. Skipið verður í Vestmannaeyjarhöfn fram á vorið þegar það er ekki að vinna við dýpkun Landeyjarhafnar.
 
Jón sagði að hluti áhafnar Skandia yrði íslenskur, en skipið siglir undir dönsku flaggi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).