Sátt um sjávarauðlindina

3.Febrúar'11 | 08:47
Undirritaðir stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga lýsa hér með yfir stuðningi við niðurstöðu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Þar með hvetjum við stjórnvöld til að nýta það sáttartækifæri sem felst í niðurstöðu starfshópsins sem grundvallast á aflamarkshlutdeild á forsendum samningaleiðar.
Í starfshópnum áttu sæti 18 fulltrúar allra þingflokka, sveitarfélögin og allir hagsmunahópar í sjávarútvegi; útvegsmenn stærri og minni báta, sjómannasamtökin, fiskverkendur, fiskverkafólk og eigendur sjávarjarða. Með ríkum vilja náðist breið sátt, þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Með einungis tveimur undantekningum lagði þessi átján manna starfshópur til hina svokölluðu samningaleið.
 
Samningaleiðin byggir á eftirfarandi:
 
1. að í stjórnarskrá verði sett ótvírætt ákvæði um eignarhald ríkisins/þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni.
2. að horfið verði frá því að úthluta veiðirétti til ótiltekins tíma en í staðinn verði gerðir samningar um nýtingu aflahlutdeildar til tiltekins tíma.
3. að greitt verði fyrir nýtingarréttinn þannig að afraksturinn skili sér með beinum hætti til hins opinbera.
 
Í viðbót við þessa liði eru fleiri mikilvægir þættir tíundaðir sem miða að því að verja sérstaklega réttindi minni sjávarbyggða, smærri útgerða og þeirra sem eru að hefja veiðar eða vinnslu. Þá teljum við það ótvíræðan kost við niðurstöðu nefndarinnar hversu rík áhersla er á að auðlindir þjóðarinnar, bæði orka, fiskur og fleira, lúti sambærilegum ákvæðum um nýtingarétt og afnotagjöld.
 
Við hvetjum stjórnvöld til þess að víkja til hliðar deilum um sjávarútvegsmál til að skapa ekki frekara óöryggi um grundvallar atvinnugreinar þjóðarinnar en fylgja þeirri sátt sem lagður hefur verið grunnur að. Með því væri stórt skref tekið í átt að aukinni samfélagssátt og leið vörðuð úr úr þeim þrengingum sem við nú búum við.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjum
Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæ
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavík
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggð
Eyrún Sigþórsdóttir Oddviti Tálknafjarðarhrepps
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyri
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps
Ólafur Hr. Sigurðsson bæjarstjóri Seyðisfirði
Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri Hornafirði
Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri Langanesbyggð
Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri Norðurþingi
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggð
Eyþór Arnalds formaður bæjarráðs Árborg
Elías Jónatansson sveitarstjóri Bolungarvík
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæ
Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri Garðinum
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Fjallabyggð
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.