Hvetja Árna Johnsen að styðja Priyönku

2.Febrúar'11 | 13:43
Foreldrar Priyönku Thapa, nepalskrar stúlku sem barist hefur fyrir því að verða ekki send til síns heimalands, undrast það að útlendingum, sem engan áhuga hafa á Íslandi, sé boðinn ríkisborgararéttur en Priyönku ekki.
 
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði á dögunum fram frumvarp um að veita hinni rússneskættuðu Madinu Salamova ríkisborgararétt hér á landi. Madina hefur verið ólöglegur innflytjandi í Noregi frá unga aldri og ákváðu norsk stjórnvöld á dögunum að vísa henni úr landi. Lögmaður Madinu hefur lýst því yfir að hún kæri sig ekki um að vera íslenskur ríkisborgari.
 
Önnur stúlka, sem býr hér á landi, Priyanka Thapa á þann draum heitastan að fá að búa á Íslandi. Hún kom hingað til lands sem Au Pair hjá fjölskyldu Þórólfs Gunnarsson, framkvæmdastjóra í Vogunum. Í hjartnæmu viðtali í Fréttablaðinu lýsti hún því að henni bíði þröngvað hjónaband snúi hún aftur til Nepal.
 
„Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður - í raun bara þrældómur," sagði hún en Priyanka kemur úr lágstétt í Nepal og eina leið fjölskyldu hennar til að komast af er að brúðgumi greiði lífsviðurværi hennar.
 
Hér á Íslandi stundar Pryanka hins vegar nám við Keili og unir hag sínum vel. Í samtali við Vísi segir Þórólfur að hann hafi orðið afar undrandi þegar hann hefði lesið fréttir af baráttu Árna Johnsen.
 
Meira um málið á visir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%