Bjórskólinn á leiðinni til Eyja

1.Febrúar'11 | 07:36
Bjórskólinn er líklega skemmtilegasti skóli landsins. Nemendur hans ferðast um undraheim bjórsins undir styrkri leiðsögn Bjórskólakennarans Sveins Waage, sem mætir nú á heimaslóðir og fræðir okkur um flest allt er viðkemur sögu bjórsins og bruggferlinu. Nemendur læra að skynja bragðið í bjór,úr hverju hann er gerður og af hverju okkur líkar við sumar tegundir en aðrar ekki. Þá eru ótalinn mímörg atriði varðandi neyslu og meðhöndlun á bjór sem munu nýtast öllu áhugafólki um þennan þriðja vinsælasta drykk veraldar (á eftir vatni og tei)
Í Bjórskólanum smakka nemendur nokkrar mismunandi bjórtegundir og enginn verður þyrstur þess á milli. Að lokinni kennslu fá nemendur ítarefni sem minnkar þörfina á glósum (þannig er athyglinni allri beint að sjálfu náminu). Inntökuskilyrði eru að koma helst ekki á bíl, hafa náð tvítugsaldri og að hafa helst ekki lært mikið heima áður en komið er í skólann.
 
 
Bjórskólinn er um þrjár klukkustundir með tveimur frímínútum og verðu haldinn 17. Febrúar. Skráning er hafin hjá Visku, www.viskave.is
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).