Verður fiskur í Vestmannaeyjum vigtaður?

Kristinn Pétursson blogga

31.Janúar'11 | 11:58

Kristinn Pétursson

Þrír síðustu sjávarútvegsráðherrar þar með talinn núverandi - hafa allir reynt að koma því til leiðar að afli sem sendur er að mestu frá Vestmannaeyjum beint á erlenda fiskmarkaði - óvigtaður - verði vigtaður nettóvigt og boðinn innlendri fiskvinnslu til kaups - áður en hann er sendur úr landi.
Allir hafa verið reknir til baka með að láta Vestamannaeyinga hlýða almennum landslögum um vigtun sjávarafla að þessu leyti - svo er enn - af hverju svo sem það er.
 
Innlendri fiskvinnslu er meinað að bjóða í þann afla sem þarna fer beint til erlendra fiskmarkaða - eða beint einhverra "erlendra samstarfsaðila".
 
Útgerðarmenn og sjómenn í Vestmannaeyjum virðast hafa uppgötvað það að þyngdarlögmálið er hagstæðara í Bretlandi en á Íslandi.
 
Það eru margir "kostir" við núverandi fiskveiðistjórn sem skila "miklum arði og hagræðingu" fyrir svo utan þann "gífurlega árangur" að fiskveiðiauðlindin hefur verið botnveðsett erlendum lánardrottnum langt upp fyrir rjáfur eins og fjallað er um í síðustu færslu.
 
Bloggið má lesa hér

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.