Dagbók lögreglunnar

Fjórir drengir á 16. ári stöðvaðir við komu Herjólfs til Vestmannaeyja vegna gruns um fíkniefnamisferli

Helstu verkefni frá 24. til 30. janúar 2011

31.Janúar'11 | 15:37

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið varðandi hin ýmsu mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og án teljandi vandræða.
Sl. föstudagskvöld voru fjórir drengir á 16. ári stöðvaðir við komu Herjólfs til Vestmannaeyja vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit fannst á einum þeirra ætluð kannabisefni og viðurkenndu þeir allir að eiga aðild að málinu. Að skýrslutökum loknum voru drengirnir frjálsir ferða sinna. Þeir hafa ekki komið áður við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Málið telst að mestu upplýst.
 
Að mogni sl. sunnudags hafði lögreglan afskipti af einum að veitingastöðum bæjarins en þar fór fram sala áfengis eftir að sölu áfengis átti að vera lokið. Málið mun fara sína leið í kerfinu og má eigandi staðarins eiga von á sektum vegna brotsins.
 
Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu vegna vímuefnaástands hans en hann hafði verið með hótanir og leiðindi við leigubifreiðastjóra og m.a. neitað að greiða fargjaldið. Eftir að víman rann af honum og að skýrslutökum loknum var hann frjáls ferða sinna og kvaðst ætla að greiða fargjaldið.
 
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni sem leið vegna gruns um að hann væri undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn.
 
Fjórir ökumenn voru sektaðir vegna hraðastur í vikunni sem leið þar af var einn af þeim, karlmaður á fimmtugsaldri, sviptur ökuréttindum en hann mældist á 121 km/klst. þar sem hann ók bifreið sinni suður Strembugötu, en hámarkshraði á Strembugötu er 50 km/klst.
 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).