Leiðrétta þurfti fasteignagjöld um 70 eldri borgara í eyjum

27.Janúar'11 | 08:40

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarráð harmar þau mistök sem gerð voru við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2010. Ástæða mistakanna liggur í röngum upplýsingum um tekjur sem bárust frá Tryggingstofnun. Af þeim sökum var veittur rangur afsláttur til um 70 eldri borgara, mörgum með tekjum umtalsvert yfir viðmiðum.
Bæjarráð fer fram á það af Tryggingastofnun að hún sendi viðkomandi aðilum bréf þar sem mistökin verða útskýrð. Bæjaráð felur bæjarstjóra einnig að leiðrétta álagninguna til samræmis við réttar upplýsingar þó þannig að greiðendum gefist sem mest svigrúm til að dreifa greiðslum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja drög að nýjum reglum um afslætti að fasteignagjöldum og verkferla þar af lútandi fyrir álagningu ársins 2012.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.