Eimskip óskar eftir því að gera breytingar á áætlun til Landeyjahafnar

27.Janúar'11 | 08:30

Herjólfur

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið til umfjöllunar bréf frá Eimskip þar sem að óskar er eftir umsögn bæjarráðs vegna óska Eimskips á breytingum á áætlun Herjólfs til Landeyjahafnar.
Bæjarráð hefur fjallað um þær tvær breytingar sem Eimskip leggur til á áætlun Herjólfs. Annars vegar er um að ræða að hádegisferðin úr Landeyjahöfn verði færð aftur um 30 mín. eða frá 12.00 til 12.30. Sú breyting verður gerð til að koma til móts við flutningsaðila sem geta átt erfitt með að koma vörum til skips í tækan tíma. Hins vegar er um að ræða seinkun á brottför frá Vestmannaeyjum úr 18.00 í 19.00 til að stytta biðtíma þeirra farþega sem nýta sér rútuferðir frá Landeyjahöfn um klukkustund.
 

Bæjarráð felst á þessar röksemdir og gerir ekki athugasemdir við þær svo fremi sem vel verði staðið að kynningu á breytingunni.

Breytingin verður sem hér segir:
Aðal áætlun 1. september til 31. maí (9 mánuðir)
 
 
Frá Vestmannaeyjum
 
07:30  10:30  15:00  18:00
Frá Landeyjahöfn
 
09:00  12:00  16:30  20:30
 
 

Aðaláætlun 1. september til 31. maí (9 mánuðir)
Frá Vestmannaeyjum
 
07:30   10:30   15:00   19:00
Frá Landeyjahöfn
 
09:00   12:30   16:30   20:30
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.