Alþjóðlegt nám í Eyjum Fab Academy

26.Janúar'11 | 09:16
Nú er hafin kennsla á ný í Fab Academy, alþjóðlegu námi þar sem kennd eru grundvallaratriði í stafrænni framleiðslutækni. Námið fer fram í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum en nú er hægt að sækja þetta nám á 13 stöðum víðsvegar um heiminn.
Enn er möguleiki á að bæta við námsmönnum í hópinn í Eyjum en gera má ráð fyrir um 20 klst á viku sem fer í námið.
Námið felur í sér þekkingaröflun og þjálfun í notkun á stafrænni framleiðslutækni. Farið er yfir notkun á tvívíddar – og þrívíddar hönnunartólum, framleiðslu og frumgerðarsmíði. Tekið er meðal annars fyrir eftirfarandi:
 
* tölvustýrður skurður með fræsivélum, laserskurðarvélum og vinylskera
* hönnun og framleiðsla á rafrásum og gerð örtölva
* notkun á tölvustýrðum framleiðslutólum, mótagerð og mótasteypu
* verkefnastjórnun, þrívíddarskönnun, þrívíddarprentun og þrívíddarfræsingu
* mismunandi skynjaratækni, forritun örtölva og tenging örtölva við netkerfi
* gerð tengingu örtölva við mótóra
* gerð tækjabúnaðar vegna örrar frumgerðarsmíði
 
Kennslan er leidd áfram af dr. Neil Gershenfeld prófessor hjá MIT og hófst hún miðvikudaginn 19.janúar 2011 og stendur til 1.júní 2011. Námið er krefjandi en jafnframt verulega gefandi og nýtist sérstaklega vel fyrir þá sem starfa eða hyggjast starfa í tækniiðnaði framtíðarinnar.
 
Námið er boði á Spáni, í Bandaríkjunum, Suður Afríku, Indlandi, Hollandi, Kenýa,Perú, Noregi og á Íslandi (Vestmannaeyjum).
Áhugasamir geta haft samband við undirritaðan frosti@nmi.is eða í síma 481 3355.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is