Nokkrir starfsmenn gátu ekki sætt sig við breytar starfslýsingar

Fréttatilkynning frá Eimskipafélaginu

25.Janúar'11 | 14:08

Herjólfur

Vegna frétta af uppsögnum þriggja starfsmanna um borð í Herjólfi vill Eimskipafélag Íslands koma eftirfarandi framfæri:
Vegna breytinga á siglingaleið Herjólfs var nauðsynlegt að endurskoða störf um borð. Komið var til móts við starfsmenn með gerð starfslýsinga sem endurskoða átti að nokkrum mánuðum liðnum. Nokkrir starfsmenn gátu ekki sætt sig við þær starfslýsingar. Því var óhjákvæmilegt að segja þeim upp störfum með kjarasamningsbundnum fyrirvara.
Eimskip hefur ávallt lagt sig fram við að virða ákvæði kjarasamninga starfsmanna sinna eins og gert var í þessu tilviki.
 
Eimskip mun ekki ræða frekar um störf einstaka starfsmanna sinna og óskar umræddum fyrrum starfsmönnum velfarnaðar í framtíðinni.
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.