Vinaminni kaffihús er safn heimilda um byggðina sem fór undir hraunið 1973

22.Janúar'11 | 10:02
Sunnudaginn 23 janúar verður þess minnst að 38 ár eru liðin frá því undursamlega kraftaverki þegar yfir 5000 manns er bjargað frá Heimaey þegar eldgos hófst aðfaranótt 23 janúar kl 01:45.
 
 
Við stöldrum við og þökkum þá miskunn að enginn skyldi farast þessa nótt.
Við þökkum fyrir að hafa fengið að snúa aftur og byggja á ný eyjuna okkar kæru.
Við þökkum að fá að líta nýjan dag og ganga til okkar daglegu starfa hér í Vestmannaeyjum. Því verður dagur þakkargjörðar n.k. sunnudag 23 janúar í Vinaminni kaffihúsi sem lýkur um kvöldið með formlegri dagskrá.
 
Þennan dag mun bætast í minningarsafnið okkar. Bolli með áprentaðri pennateikningu eftir Arnór Hermannsson af Rafstöðinni við Heimatorg verður tekin í notkun, einnig eru minjagripir með sömu teikningu komnir í sölu hjá okkur í Vinaminni.

Útvarpsþátturinn Eyjapistill var á dagskrá Rúv fyrstu mánuðina eftir gos, þeir bræður Gísli og Arnþór Helgasynir sáu um þáttinn. Þeir hafa fært Vinaminni kaffihúsi að gjöf alla þá þætti sem varðveittust, verða þeir í spilun allan sunnudaginn í Vinaminni.

Um kvöldið kl 20:30 mun glerlistaverkið (klukkan) eftir Berglindi Kristjáns fá á sig endanlega mynd. Þá munu nokkrir leikarar frá Leikfélagi Vestmannaeyja lesa upp úr bókinni Útkall, flóttinn frá Heimaey þá hefjast þakkargjörðartónleikar í Vinaminni, Þar sem léttsveit Lúðrasveitar Vestmannaeyja og söngsveitin Stuðlar koma fram.
 
Dagskráin hefst stundvíslega kl 20:30 og er aðgangur ókeypis.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.