Framkvæmda- og hafnarráð

Ísfélagið óskar eftir því að bærinn lengi löndunarkant um 70m til austurs

Stefnt að því að rekstur upptökumannvirkja verði boðin út í febrúarmánuði

20.Janúar'11 | 08:37
Framkvæmda- og hafnarráð fundaði þann 17.janúar síðastliðinn og var m.a. fjallað um það á fundi ráðsins að stefnt væri að útboði á rekstri upptökumannvirkja í febrúarmánuði.
Einnig var tekið til kynningar á fundinum erindi frá Sigurjóni Pálssyni fh. Ísfélags Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðra framkvæmda við fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins, FES. Þar eru helstu breytingar áformaðar að hráefniþróm verði breytt í mjölgeymslu, byggðir verði hráefnis- og mjöltankar. Jafnframt er farið fram á að Vestmannaeyjahöfn lengi löndunarkant á Nausthamarsbryggju um 70 mtr. til austurs.
Ráðið er hlynnt erindinu fyrir sitt leiti hvað varðar byggingarframkvæmdir fyrirtækisins en óskar jafnframt eftir umsögn Siglingastofnunar vegna landfyllingar. Lenging Nausthamarsbryggju til austurs er ekki á dagskrá hjá Vestmannaeyjahöfn á næstu árum en aftur á móti er ráðið tilbúið að ræða við forráðamenn Ísfélagsins um málið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.