Stofnfjáraukning fjármögnuð með kúlulánum

Arður af rekstri Sparisjóðs Vestmannaeyja átti að duga til greiðslu lána

19.Janúar'11 | 08:15

Sparisjóðurinn

Stofnfjáreigendum Sparisjóðs Vestmannaeyja bauðst kúlulán til fimm ára til þess að taka þátt í stofnfjáraukningu sjóðsins árið 2007. Þetta segir Stefán Sigurjónsson, einn 70 stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja í samtali við Morgunblaðið. Fjöldi sparisjóða á Íslandi jók stofnfé sitt árið 2007 og var Sparisjóður Vestmannaeyja ekki undanskilinn. Stofnfjáraukning Eyjamanna nam um 350 milljónum króna á árinu 2007. Sparisjóður Vestmannaeyja hefur nú gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og nýja stofnfjáraukningu í tengslum við hana.
Upprunalegir stofnfjáreigendur halda um 15% af sinni eign, en Vestmannaeyjabær, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Vinnslustöðin tóku þátt í aukningunni og eiga nú samtals um 29% hlut. Ríkið á síðan það sem út af stendur, eða um 55% stofnfjár. Sparisjóður Vestmannaeyja rekur starfsemi í Hveragerði, á Selfossi, Höfn og við Djúpavog og á Breiðdalsvík.
 
Þungur gjalddagi 2012
Stefán tók fimm milljón króna kúlulán í erlendi mynt hjá Íslandsbanka með gjalddaga árið 2012. „Ég greiði um 500-600 þúsund krónur í vexti á ári, en þarf að greiða höfuðstólinn, sem er um 11 milljónir, á næsta ári,“ segir hann og bætir við: „Við sem tókum þátt í þessu fengum að heyra að arðgreiðslur sjóðsins myndu standa undir þessu.“

Nánar í Morgunblaðinu í dag

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).