Kópurinn étur síld í hvert mál

19.Janúar'11 | 09:23

Sighvatur Jónsson

Kópurinn Golli sem kom á land á Breiðdalsvík fyrr í vetur braggast vel á Fiskasafninu í Vestmannaeyjum og étur síld í hvert mál. Hann klappar saman hreifunum, heilsar og gefur merki um hvenær hann vill komast upp úr karinu sínu.
Fyrir rúmum tveimur mánuðum kom útselskópurinn Golli á land við beituskúr á Breiðdalsvík. Fljótlega var hann fluttur á Fiska- og náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum. Golli kom til Eyja ljóshærður en þannig eru útselskópar fyrstu fjórar vikurnar eftir að þeir koma í heiminn. Hann missti hárin á þremur vikum og hefur því líklega ekki verið nema vikugamall þegar fólk varð vart við hann á Breiðdalsvík.
 
Georg Skæringsson, starfsmaður Sæheima - Fiskasafns Vestmannaeyja, segir að fyrst hafi þurft að troða mat ofan í kópinn. Nú étur hann hins vegar vel, fjórar síldar í senn tvisvar á dag. Kópurinn var nefndur Golli í höfuðið á Georg, eða Gogga, og samstarfsmanni hans sem er kallaður Palli. Aðspurður segir Georg að hann eigi eftir að sakna Golla þegar kemur að því að honum verður sleppt: „Þetta er eins og að eiga hund, í svolítið stærra lagi.“
 
Hægt er að horfa á fréttina hér

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.