Herjólfur siglir til Þorlákshafnar næstu daga

Fréttatilkynning frá Eimskipafélagi Íslands 17.janúar 2011

17.Janúar'11 | 15:19

Herjólfur

Vegna umræðu um niðurfellingu ferða Herjólfs í Landeyjahöfn síðustu daga vill Eimskip koma eftirfarandi á framfæri:  Lóðsinn frá Vestmanneyjum framkvæmdi dýptarmælingar i Landeyjahöfn  síðastliðinn föstudag og í framhaldi af því voru gerðar dýptarmælingar með mælingabát Siglingastofnunar á laugardaginn. Aðstæður til dýptarmælinga voru ekki nægilega góðar vegna ölduhreyfinga og mælingin þar af leiðandi ónákvæm, en samkvæmt henni hafði dýpi minnkað en þó ekki eins mikið og eftir óveður fyrr í vetur.  Fram hefur komið hjá Siglingastofnun að svo virðist að það hafi einnig grynnkað utan við hafnarmynnið vestan megin.  Herjólfur mun ekki geta siglt í Landeyjahöfn fyrr en búið er að mæla dýpið og áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir.

Næstu daga lítur jafnframt út fyrir mikla ölduhæð við suðurströnd landsins sem mundi einnig hamla siglingum í Landeyjahöfn þó svo að dýpið þar væri í lagi. Samkvæmt upplýsingum Siglingastofunar mun Perlan koma og dýpka í Landeyjahöfn um leið og aldan gengur niður.
 
Eimskip vill einnig ítreka að það er erfitt hlutskipti fyrir skipstjórana á Herjólfi sem bera ábyrgð á farþegum, áhöfn og skipi að þurfa að verja allar sínar ákvarðanir fyrir fjölda fólks. Skipstjórarnir og aðrir starfsmenn á Herjólfi og hjá Eimskip gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda uppi reglulegum ferðum skipsins en öryggi farþeganna, áhafnarinnar og skipsins er og verður ávallt í fyrirrúmi við alla ákvarðanatöku. Mikilvægt er að skipstjórarnir hafi vinnufrið og sæti ekki stöðugri gagnrýni og utanaðkomandi þrýstingi um að sigla við mjög erfiðar aðstæður.
 
Herjólfur mun því næstu daga sigla 2 ferðir á dag á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar samkvæmt áætlun.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is