Ummæli yðar í fjölmiðlum varðandi sjúkraflug til Vm-Eyja um nýliðna helgi

Gísli Birgir Ómarsson bloggar

17.Janúar'11 | 09:52
Svona hljóðar tölvupóstur til þessa ágæta lögfræðings, sem hefur veðurfræði og læknavísindi sem áhugamál á kantinum, samhliða störfum sínum hjá Sjúkratryggingum....
 
Sæll vertu " Herra " Gufuketill lögfræðingur.
 
Ég ætla að tala hreina íslensku og ekkert annað en íslensku við þig.
 
Það er orðið ansi langt síðan að maður hætti að hlusta á bull og þvaður starfsfólks hjá hinu opinbera, enda allt eintóm lygi og blekkingar.
En þegar maður les svona fréttir:
http://www.ruv.is/frett/thyrla-sem-sotti-fyrirbura-of-dyr
 
Þá er ekki annað hægt en að rísa upp á báðar fætur og öskra úr sér lifur og lungu, hvað ertu eiginlega að hugsa með því að láta svona fáránlega þvælu út úr þér ????
Nei, akkúrat - Þú varst örugglega ekkert að hugsa, vegna þess að þetta var ekki konan þín eða barnið þitt.
 
Væntanlega hefur þú aldrei verið í Vestmannaeyjum í veðri eins og það var síðustu helgi ( en það vill bara svo til að ég er fæddur og uppalinn þarna. Einnig var ég staddur í Eyjum um síðustu helgi... Einnig var ég staddur í næsta húsi, þar sem sjúkrabifreið sótti sængurkonuna og því tilbúinn að aðstoða á allann hátt. Enda hef ég örlítið meira vita á fæðingarhjálp en þú. ).....
 
Það er líka einstaklega slæmt fordæmi, ef að aðrir en læknar, þá í þessu tilfelli þú - ætlar að skera úr um það hvað var rétt og hvað var rangt í þessu tiltekna útkalli.
 
Ég hef unnið með starfsmönnum Mýflugs og kann vel að meta þeirra hæfni, en þú situr inni á hlýrri skrifstofu og hefur EKKERT með praktíska þáttinn í lækningum að gera né heldur að meta veður úti á landi.
Góð dæmi: Vindur og vindmælingar á Stórhöfða eru ekki nálægt því það sama og mælingar í Flugturninum ( Afi heitinn var flugmaður og mér var kennt eitt og annað ). Flug hafa OFT verið felld niður í skárri veðri en var um síðustu helgi, þá má nefna að Flugfélag Íslands hefur yfir að ráða DASH - 8, sem eru MJÖG góðar flugvélar fyrir erfið brautarskilyrði. Hvað átti TF-MYX að gera þarna - í svona veðri, gríðarlega hvasst og vafalaust mjög misvinda.
 
Í minni starfsgrein höfum við ÆÐTÍÐ hugfast að hagsmunir sjúklings eru númer 1-2-3-4-5. En í þessu tilfelli voru það 2 sjúklingar móðir og barn. Því var þetta ennþá erfiðari ákvörðun fyrir lækni að taka. . . Læknar eru eflaust meðvitaðir um fáránlegann og ÖMURLEGANN niðurskurð, sem þið bjánarnir í opinberu stöðunum dembið á stofnanir.
 
Það er því deginum ljósara að þessi ágæti læknir fylgdi eigin hugboði, mat aðstæður eins vel og kostur var, og lét AÐ SJÁLFSÖGÐU báða sjúklinga sína njóta vafans...
 
Ég myndi vilja sjá afsökunarbeiðni frá þér, stílaða á móður og barn ( sem og allt landsbyggðarfólk ). Enda hefur þessi þvæla þín eflaust fengið mörg okkar til að hugsa " Erum við bara 2. flokks hópur ".. Við landsmenn erum skattgreiðendur og eigum því þessa þyrlu jafnmikið og þú. Þetta er OKKAR björgunartæki - Ekki persónulegt leikfang þitt, útrásarvíkinga, þingamanna - og eða hestamanna.
 
Í stað þess að vera væla þetta um nokkra þúsundkalla ættuð þið fremur að tryggja það, að það sé ÆTÍÐ vél til staðar í Vm-Eyjum eins og það var hér áður fyrr, vil ég jafnframt koma því á framfæri að ég er lifandi dæmi þess.
 
Ég ætla því að vísa til athugasemda móður minnar, í bloggi sem ég skrifaði í haust og vakti jafnframt mikla jákvæða og góða athygli allra landsmanna ( Nema pólitíkusa )....
 
http://gebbo.blog.is/blog/gebbo/entry/1104670/ : Móðir mín ritar eftirfarandi orð.
Árið 1992 veiktist drengurinn minn 12 ára gamall af heilabólgu, lagðist inn á sjúkrahús í Vestmannaeyjum. Sólarhring síðar var hann fluttur til Reykjavíkur í 35 metrum á sekúndu og slagviðri þannig að rúðuþurkurnar á flugvélinni skubbuðust af. En hann lifði af eftir 6 sólarhringa í öndunarvél, og batahorfur nánast engar, en lifði það af vegna þess að vélin var stödd í Vestmannaeyjum og komst í loftið en hefði ekki getað lent í þessu veðri (eins og okkur er boðið upp á í dag).
Árið 2005 veiktist annar drengurinn okkar 2 ára af heilahimnubólgu og ef að sjúkraflugvél hefði ekki verrið stödd í Eyjum hefði hann líka dáið. Í báðum þessum tilfellum hefði ekki mátt muna um 1 klst. Þá ættum við ekki þessa yndislegu drengi samkvæmt sérfræðingum bráðadeildar Landsspítlans sem eru stórkostlegt fólk.
En þessi drengur sem var 12 ára þá heitir Gísli Birgir Ómarsson og er eigandi þessarar síðu og er algjört kraftaverk samkvæmt sérfræðingum barnadeildar Landsspítalans. Svo upp með okkur landsmenn, börnin okkar geta líka dáið eins og í Reykjavík. Við þurfum að standa saman um góða þjónustu um allt land (sama á hvaða krummaskuði og rokrassgati sem er).
Svava Gísladóttir (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 03:04
 
http://gebbo.blog.is/blog/gebbo/entry/1111473/
 
Ég gæti haldið endalaust áfram með staðreyndir, en læt þetta duga í bili. Enda held ég að þú skiljir innihaldið - VIÐ VERÐLEGGJUM EKKI MANNSLÍF.
 
Nafngiftin þín Gufuketill = Þetta var bara tóm gufa frá þér.. Takið hausinn af tölvuskjánum og verið mannleg í ykkar störfum, rétt eins og ég t.a.m.
 
Virðingarfyllst.
 
Gísli B. Ómarsson
Sjúkra- og Neyðarflutningamaður. ( Eyjamaður fram í fingurgóma )......
 
Bloggið hans Gísla er hægt að lesa hér

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).