Tónlistin í húsinu er ömurleg

segir Kári Kristján á HM í Svíþjóð

16.Janúar'11 | 08:41
Í gærkvöldi áttust við á HM í Svíþjóð Íslenska landsliðið og það Brasilíska og var sigur Íslands í leiknum nokkuð auðveldur en leikurinn endaði 26-34 fyrir Ísland. Okkar maður Kári Kristján  fékk  nokkrar mínútur hjá Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara í leiknum og stóð hann sig vel þó svo að fyrsta stórmótsmarkið láti bíða eftir sér örlítið lengur.
Hinn geðþekki sixpensari Henry Birgir íþróttamógull þeirra 365 manna í Svíþjóð spjallaði við Kára eftir leikinn og ræddi meðal annars við Kára um tónlistina í höllinni. Þeir sem þekkja Kára vita að hann er rokkari mikill og ekki mikið fyrir glimmer og diskó kúlur enda VKB bróðir og kalla þeir ekki allt ömmu sína hvað tónlist varðar.
 
Hægt er að sjá viðtalið með því að smella hér

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.