Í höndum skipstjórans hvort siglt er

14.Janúar'11 | 15:20

Herjólfur

Eimskip segir, að það sé alfarið í höndum skipstjóra Herjólfs hvort skipinu sé siglt eða ekki og einnig hvort því er siglt í Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn eftir aðstæðum. Slíka ákvörðun verði skipstjórinn einn að taka án utanaðkomandi áhrifa þeirra sem ekki bera neina ábyrgð á öryggi skipsins.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Eimskip, en nokkur umræða hefur skapast um þá ákvörðun að fara ekki morgunferð Herjólfs í morgun.
 
„Eimskip hefur farið yfir ákvörðun skipstjórans um að sigla ekki í morgun með honum og styður hana fullkomlega. Umrædd ákvörðun var tekin um kl. 6:30 í morgun. Í gær var, einsog kunnugt er, aftakaveður úti fyrir og á Suðurlandi og ekkert ferðaveður, hvorki til sjós né lands. Því féllu ferðir niður í gær.
 
Þegar vindmælingar eru skoðaðar á Stórhöfða sést að í raun fór vindur ekki að ganga niður að ráði þar fyrr en leið á morguninn í morgun. T.d. var vindur á Stórhöfða kl. 06:00 í morgun 34 m/s og 41 m/s í hviðum sem er sáralítið minna en var lengst af í gær og nótt. Aðstæður í Vestmanneyjum voru þannig um kl. 06:30 að það sást varla út úr augum og höfðu lítið sem ekkert lagast frá því í gær. Það væri ábyrgðarhlutur að fara út í slíkum aðstæðum með farþegaskip. Vert er að geta þess að flutningaskip í áætlanasiglingum felldu niður viðkomur sínar í Vestmannaeyjum í gær og í dag.
 
Það er erfitt hlutskipti fyrir skipstjórana á Herjólfi sem bera ábyrgð á farþegum, áhöfn og skipi að þurfa að verja allar sínar ákvarðanir fyrir fjölda fólks. Þannig hefur staðan því miður verið meira og minna síðan siglingar voru hafnar á Landeyjahöfn þótt ferðatíðnin sé verulega mikið meiri en áður var og allt gert sem í mannlegu valdi stendur til að halda uppi ferðum.
 
Skipstjórarnir og aðrir starfsmenn á Herjólfi og hjá Eimskip gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda uppi reglulegum ferðum skipsins en öryggi farþeganna, áhafnarinnar og skipsins er og verður ávallt í fyrirrúmi við alla ákvarðanatöku. Mikilvægt er að skipstjórarnir hafi vinnufrið og sæti ekki stöðugri gagnrýni og utanaðkomandi þrýstingi um að sigla við mjög erfiðar aðstæður. Skipstjórarnir á Herjólfi eru allir mjög hæfir skipstjórnarmenn og Eimskip ber fullt traust til þeirra," segir í yfirlýsingu Eimskips.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.