Langar þig að setjast í stjórn Sparjóðs Vestmannaeyja?

7.Janúar'11 | 11:44

Sparisjóðurinn

Bankasýsla ríkisins sem fer með eignarhlut ríkissins í Sparisjóði Vestmannaeyja hefur óskað eftir tilnefningum að nöfnum til að setjast í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja og annara sparisjóða sem þeir fara með eignarhald í.
Í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins segir að þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslunnar, undirbúi tilnefningar aðila fyrir hönd ríkisins í stjórnir fyrirtækja sem séu á forræði stofnunarinnar. Sýslunni hefur verið falið að fara með eignarhlut í áðurnefnda sparisjóði.
 
„Bankasýsla ríkisins leggur áherslu á vandað ferli við val á þeim einstaklingum sem valdir eru til setu í stjórnum fjármálafyrirtækja fyrir hönd ríkisins.
 
Sparisjóðirnir gegna veigamiklu hlutverki á þeim svæðum sem starfsemi þeirra nær til og miklu skiptir að vel takist til við val á stjórnarmönnum í þeim sparisjóðum sem eru á forræði Bankasýslunnar. Ég vil sérstaklega taka fram að við leggjum áherslu á jafnrétti kynjanna við val á stjórnarmönnum og viljum sjá þau sjónarmið m.a. ráða ferðinni þegar stjórnarmenn sparisjóða verða valdir,“ segir Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins.
 
Valnefndin styðst við ákveðnar starfsreglur, sem hægt er að kynna sér nánar á heimasíðu Bankasýslu ríkisins, www.bankasysla.is. Fjallað er um hæfnisskilyrði stjórnarmanna í þriðju grein starfsreglnanna.
 
Nefndin tekur m.a. mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja. Lögð er áhersla á að huga að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig og tilnefna stjórnarmenn sem hafa fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun og hæfni.
 
Aðili sem valnefndin tilnefnir sem stjórnarmann í fjármálafyrirtæki skal jafnframt uppfylla hæfisskilyrði 52. greinar laga nr. 161/2002 begin_of_the_skype_highlighting 161/2002 end_of_the_skype_highlighting um fjármálafyrirtæki.
 
Áhugasamir um setu í stjórn ofangreindra sparisjóða, sem telja sig uppfylla skilyrði 3. greinar starfsreglna valnefndar og hæfisskilyrði laga um fjármálafyrirtæki, eru hvattir til að senda ferilskrár sínar til valnefndar Bankasýslu ríkisins á netfangið valnefnd@bankasysla.is. Einnig er hægt að fylla út eyðublað á heimasíðu Bankasýslunnar www.bankasysla.is. Þeim tilmælum er beint til þeirra sem gefa kost á sér að taka fram á eyðublaðinu eða í tölvupósti hvort framboð þeirra einskorðast við ákveðinn sparisjóð,“ segir í tilkynningu.

www.vb.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.