Breyting á fyrirhugaðri dagská Þrettándahátíðar í Vestmannaeyjum

7.Janúar'11 | 12:41
Þar sem veður í Vestmannaeyjum er ekki nægilega henntugt til Blysfarar og álfabrennu af þeirri stærðargráðu sem árlega er á Þrettándahátíð í Vestmannaeyjum hefur undirbúningshópur vegna hátíðarinnar ákveðið að fresta þeim hluta dagskrárinnar til morguns. Dagskrá mun þó að mestu haldast óbreytt að öðru leiti. Breytingin verður sú að í stað þess að blysförin verði farin í kvöld munu tónleikar Bjartmars og Bergrisanna sem fyrirhugaðir voru annað kvöld flytjast til. Í kvöld kl. 20.00 verða því stórtónleikar Bjartmars og bergrisana í Hölllinni og hápunktur hátíðarhaldanna með blysför, álfabrennu og flugeldasýningu verða þess í stað á morgun laugardag kl. 19.00.
Á undanförnum árum hefur Þrettándanum í Eyjum verið að vaxa fiskur um hrygg og er hann nú orðin að þriggjadaga bæjarhátið þar sem hápunkturinn er þrettándaganga ÍBV þar sem bæjarbúar og gestir í þúsundatalai ganga með tröllum, púkum, jólasveinum og öðrum furðuverum frá Hlíðarbrekku upp að löngulág til að taka þátt í álfadansi.
 
 
 
Samgöngur við Vestmannaeyjar hafa gengið vel og þegar eru þúsundir gesta komnir til hátíðarinnar sem hefst í dag með grímuballi fyrir börn kl. 14.00. Þar sem aðsókn er talsvert umfram það sem bjartsýnustu menn þorðu að vona hefur ferðum verið bætt við bæði í kvöld föstudagskvöld og sunnudagskvöld. En eru sæti laus í einhverjar ferðir með Herjólfi auk þess sem flugfélagið Ernir hefur bætt við ferðum. Verslanir hafa þegar hafið tröllaútsölur, veitingastaðir eru með sérstaka matseðla og dagskráin er fjölbreytt. Undirbúningshópur hvetur því heimamenn og gesti til láta ekki smávægilega hliðrun á dagskrá slá sig út af laginu. Þrettándinn í Eyjum er einstök upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
 
 
 
Nánari upplýsingar um hátíðina er til dæmis að finna á vefsíðu Eyjamiðlanna og vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.