11 útköll hjá Slökkviliði Vestmannaeyja á árinu 2010

6.Janúar'11 | 08:50
Í ársskýrslu Slökkviliðs Vestmannaeyja kemur m.a. fram að á árinu 2010 voru samtals ellefu útköll en einungis voru tvö útköll vegna bruna en æfingar á árinu voru 23. Skýrsluna má lesa hér að neðan.
Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út 11 sinnum á árinu 2010. Tvisvar var um eld að ræða í íbúðarhúsi. Einnig var tvisvar kallað út vegna vatnsleka, í annað skiptið fór betur en á horfðist þegar vatn flæddi um Barnaskóla Vestmannaeyja.Þá var talsvert kallað út liðið vegna eldgosins í Eyjafjallajökli bæði til dælingar og svo til að þrýfa stofnanir bæjarinns.Einnig var kallað út vegna umferðaslysa,reykræstingar,og þjóðhátíðar. Þá heimsóttum við mörg fyrirtæki og stofnanir bæði til að kynna okkur staðhætti og einnig vorum við með eldvarnakynningu fyrir starfsfólk. Æfingar hjá liðinu voru 23 á árinu.
 
Haldið var námskeið með bílaklippuhópnum okkar sem er hluti af liðinu Þessi hópur er kallaður út ef verður umferðaslys eða mengunarslys.Styrmir Sigurðarson var leiðbeinandi á þessu námskeiði. Farið var yfir svokallaða norsku aðferð við að bjarga fólki úr bílflökum.
 
Slökkviliðsmenn standa vaktir þegar skip frá olíufélugunum með bensínfarm losa hér í Eyjum og var það í 10 skipti á árinu. Við hjá eldvarnaeftirlitinu sjáum um umsagnir til sýslumanns fyrir gististaði, veitingastaði og samkomustaði. þær umsagnir voru 51 á árinu. Gerðar voru 9 brunavarnaskýrslur fyrir stærri byggingar.
 
Slökkviliðsmenn hittu bæjarbúa á aðventunni og kynntu brunavarnir farið var yfir þá fjóra þætti sem þurfa að vera í lagi í heimahúsum. Reykskynjari,eldvarnateppi,Slökkvitæki og flóttaleiðin. Bæjarbúar tóku þessu framlagi okkar vel
 
Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í eldvarnaviku Landssambands slökkviliðsmanna á aðventunni.Við fórum á slökkvibílum og sóttum skólabörnin í skólann. Á slökkvistöðinni var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól, þá voru kennarar látnir slökkva eld með eldvarnateppi. Síðan var öllum keyrt á slökkvibíl aftur í skólann.
 
Vestmannaeyjum 5. Janúar 2011.
Ragnar þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.