Tekjurnar gætu kostað stúkuna

Heimir vonar að ÍBV leiki í Evrópukeppninni í Eyjum

5.Janúar'11 | 09:06
Umræða hefur verið meðal knattspyrnuáhugamanna í Vestmannaeyjum um það hvort ÍBV spili heimaleiki sína í forkeppni Evrópudeildar UEFA á heimavelli sínum, Hásteinsvelli, í sumar. ÍBV tryggði sér þátttökurétt með glæsilegum og að margra mati, óvæntum árangri í fyrra. Liðið endaði í þriðja sæti og var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari. Hásteinsvöllur uppfyllir hinsvegar ekki þær reglur sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, setur og að öllu óbreyttu fær liðið því ekki leyfi til að spila heimaleiki sína í keppninni á sínum heimavelli.
Bæjaryfirvöld kippa þessu í liðinn
Heimir Hallgrímsson þjálfari liðsins er þess hinsvegar fullviss að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum geri þær bætur á vellinum sem til þarf. En þær snúast aðallega um aðstöðu fyrir áhorfendur.
 
„Við stóðum okkur svo sem ágætlega á útivelli í sumar og við myndum því að sjálfsögðu spila einhversstaðar á fastalandinu en ég hinsvegar trúi ekki öðru en bæjaryfirvöld kippi þessu í liðinn þannig að ÍBV geti spilað á heimavelli í Evrópukeppni í fyrsta skiptið í ein tíu ár.“
 
Heimir bendir á að miklir peningar séu í húfi og mikilvægt sé að tryggja sig áfram í næstu umferð. Til þess að svo megi verða sé heimavöllurinn og þar með stuðningur áhorfenda mikilvægur þáttur.
 
„Þó við vitum ekki hverjir andstæðingar okkar verða þá er það ljóst að ef við komumst áfram úr fyrstu umferð fáum við mikla peninga. Líklega þannig að þeir dekki kostnaðinn sem fer í það að byggja þessa stúku. Þetta fer í raun allt eftir því hvernig maður horfir á þetta.“
 
Nánar í Morgunblaðinu í dag

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.