Dagbók lögreglunnar

Gestkomandi par í eyjum gerði lögreglunni erfitt fyrir

3.Janúar'11 | 16:06

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið við hin ýmsu verkefni. Par sem var gestkomandi í bænum í nokkra daga, tók nokkurn tíma frá lögreglunni og var það til að mynda tvívegis vistað í fangageymslu vegna ölvunar og óspekta.
 
Áramótin fóru ágætlega fram og stórslysalaust. Eitthvað var þó um stympinga við skemmtistaði bæjarins en engar kærur liggja fyrir. Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki í heimahúsum vegna hávaða og einnig til að stilla til friðar.
 
Brotist var inn í Gullbúðina v/Vestmannaeyjabraut að morgni 31. desember sl. með því að brjóta rúðu sem snýr út að Hilmisgötu og stolið þaðan úrum og skartgripum sem voru í glugga verslunarinnar. Ekki liggur fyrir hver þarna var að verki en ljóst er af eftirlitsmyndavélum að einungis var um einn aðila að ræða. Lögreglan hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki, sama hversu smávægilegar þær kunna að vera, að hafa samband við lögreglu.
 
Sömu nótt var farið í bílakjallara í Baldurshaga og skemmdar unnar á bifreið þar inni. Hafði golfkylfa, sem geymdar var í kjallaranum, verið notuð til verksins. Brotin hafði verið ein rúða í bifreiðinn auk tveggja ljósa. Ekki er vitað hver þarna var að verki og óskar lögreglan eftir upplýsingum um þann eða þá sem þarna áttu hlut að máli.
 
Aðfaranótt annars janúar sl. var lögreglu tilkynnt um skemmdir á Gamla Golfskálanum í Herjólfsdal. Þarna höfðu fimm rúður verið brotnar, auk þess sem rótað var í skápum og hurð spörkuð upp. Þá hafði verið sprautað úr fjórum vatnsslökkvitækjum. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um þá sem þarna voru að verki eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Þrjú fíkniefnamál komu upp í síðustu viku og var í öllum tilvikum um að ræða kannabisefni sem voru haldlögð alls um fimm grömm.
 
Einn aðili var stöðvaður í vikunni sem leið vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).