Annáll 2010 og spá fyrir 2011, örvænting vegna heimsenda en mikil gleði

Loka-Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

30.Desember'10 | 18:53
Lokaþruman – Takk fyrir mig
 
Þá er komið að því! Á næst síðasta degi ársins 2010, kemur síðasta þruma ársins og mögulega síðasta þruma allra tíma, enda hafði ég ekki hugsað mér að halda áfram með þennan pistil í bráð. En það hlýtur að vera við hæfi að fara aðeins yfir árið og spá í spilin fyrir 2011 í Vestmannaeyjum.
 
 
2010:
 
Vestmannaeyjar skinu eins og demantur úr kolamola á árinu, alls staðar virtist vera meira um neikvæðni og svartsýni en hitt á landinu nema í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyingar voru þeirra lukku að njótandi að hafa hér styrka stjórn sem hefur haldið vel á spilunum rekstrarlega séð. Þó nokkuð var um framkvæmdir og fengu Vestmannaeyingar m.a. nýtt sundlaugarsvæði og nýja knattspyrnuhöll. Sjálfur fannst mér ég alltaf vera að fara í annað land þegar ég ferðaðist á milli Vestmannaeyja og fastalandsins, munurinn var og er einfaldlega það mikill, hvort sem það er andlegt jafnvægi, jákvæðni, hagkerfi eða samheldni. Þá má ekki gleyma hinni sögufrægu Landeyjarhöfn sem mætti á svæðið með látum á árinu, en dómur sögunnar hefur ekki enn verið felldur um hvort hún hafi verið mistök eða blessun. Ég varð þó sjálfur var við það að margir Vestmannaeyingar virtust allt í einu ekki „nenna að fara í Þorlákshöfn“ eftir að Landeyjarhöfn kom, sem mér finnst sýna vel hvor fararhátturinn er þægilegri. En fyrir Vestmannaeyinga mun að sjálfsögðu ferðaöryggi alltaf skipta meira máli en ferðaþægindi, enda erum við eyja og það er slæmt fyrir eyjamenn að inni- eða útilokast. Á endanum kemur ferðaöryggið til með að spila mest inn í það hversu farsæl Landeyjarhöfn verður að mati þessa höfundar. En eins og sjá má á þessari stuttu upptalningu þá var þetta ár þó nokkuð uppgangsár fyrir Vestmannaeyjar þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnar til að klekkja á því eins og hjá öðrum. En Vestmannaeyingar eru þekktir fyrir samheldni, bjartsýni og að vera úrræðagóðir. Með svona öfluga eiginleika á bæjarfélagið alltaf bjarta von sama hversu slæmt ástandið verður annars staðar og það er það sem ég treysti á fyrir mín framtíðarplön gagnvart eyjunum.
 
2011:
 
Ég ætla hér með að taka mikla áhættu og leyfa mér að koma með nokkra spádóma fyrir árið 2011, enda þarf ég líklegast ekki að svara fyrir þá þar sem þetta er síðasta Þruman (nema að sjálfsögðu að áskoranir verði það margar að lyklaborðið verði tekið upp að nýju). En ég sé fyrir mér gott ár fyrir 2011. Það mun að einhverju leyti byggjast upp spenna hjá eyjamönnum yfir því hvort 2012 sé í raun og veru heimsendir eða bara mýta og mun seinni hluti ársins þess vegna einkennast að nokkru leyti að furðulegum atburðum þar sem vel valdir eyjamenn eru að nýta tímann og klára hluti á lífslistanum. Þess vegna mun tíðni atburða eins og teygjustökk, ástarjátningar í Krónunni og magninnkaup af flugeldum og mótorhjólum aukast mjög upp úr nóvember. Þá sé ég einnig fyrir mér áframhaldandi gott rekstrarár og nokkur ný sprotafyrirtæki sem munu setjast að í eyjum. Umræðan um sjálfstæðar Vestmannaeyjar mun skjóta upp kollinum af afli og verða rædd af alvöru sem aldrei fyrr, það verða þó atburðir á fasta landinu sem munu ákveða örlög þeirrar umræðu. Vestmannaeyjar munu halda áfram að dæla inn gjaldeyri í gegnum fiskisölu og ferðaþjónustu og hagkerfi eyjanna mun aðeins styrkjast. Það verður rætt að koma upp vísi að öflugari framhaldsmenntunarstofnun hér og íþróttalíf mun blómstra og nokkrir titlar skila sér inn. Nýtt stjórnmálaafl í landspólitíkinni mun teygja anga sína til Vestmannaeyja og eiga nokkra upphafsmenn héðan. Fjöldi mótorhjóla mun halda áfram að aukast hér þannig að menn fara að ræða það af alvöru að komast í heimsmetabókina fyrir flest mótorhjól á höfðatölu. Ný fuglategund mun setjast hér að og uppgötvun verður að makrílveiðar verða hluti af Vestmannaeyjahagkerfinu í mjög svo auknum mæli. Það verður stofnuð a.m.k. eitt stykki öflug hljómsveit sem mun vekja athygli á landsvísu og bæjarstjórinn fer að fá mikla athygli sem pólitískur leiðtogi og mun fá ýmis gylliboð sem erfitt verður að standast, en fattar svo eftir mikla sálarleit að hjarta hans er í Vestmannaeyjum. Mikil ásókn verður til Vestmannaeyja og verður það hluti af umræðunni „eigum við að gefa út Vestmannaeyja vegabréf“.
Ég spái því hér með að 95% af þessum spám munu örugglega rætast.
 
Að lokum kemur smá tölfræði fyrir Fimmtudagsþrumuna, einn farsælasta dægurpistil í sögu Vestmannaeyja:
 
Meðallesning á hverja Fimmtudagsþrumu var yfir 700 innlit. Metið á þó Vestmannaeyjaprófið sem var birt 16. september og fékk 1352 innlit. Útbótatillögur fyrir Þjóðhátíðina, pistill um fegurð heimabæjarins og hugmyndir um ofurveldið Ísland voru líka mjög vinsælar, allar með yfir 1000 innlit. Í heildina voru því yfir 20 þúsund innlit, ég er hrærður. Höfundur lærði margar lexíur í þessu fyrsta ritara giggi sínu eins og:
 
Fólk virðist lesa mun minna í desember sem fær mig til að reikna með að þessi þruma fái 5falda lesningu til að vega upp á móti því. Jákvæðir pistlar og pistlar sem sneru að Vestmannaeyjum og/eða voru gagnvirkir að einhverju leyti voru langvinsælastir. Þetta eru blaðamanna staðreyndir sem maður týnir ekki frítt upp af götunni!
 
Ég vil þakka öllum dyggum lesendum kærlega fyrir, ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð við Þrumunni, ekki ein einustu neikvæð og þá sérstaklega vil ég þakka tveim dyggum lesendum sem ég sá að settu „like“ á nær allar þrumurnar og eru það Ólöf Ragnars og Sigrún Inga Sigurgeirs
 
Kærar Þakkir og ég óska öllum Vestmannaeyingum og öðrum lesendum farsældar á nýju ári og þakka fyrir það liðna
 
Virðingarfyllst
 
Tryggvi Hjaltason
 
 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.