Róbert Marshall íhugi afsögn

29.Desember'10 | 18:43

Róbert Marshall

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, ætti að íhuga að segja af sér þingmennsku vegna aðkomu sinnar að ákvörðunum vegna Landeyjahafnar, að mati Sigurjóns Þórðarsonar, formanns Frjálslynda flokksins. Sigurjón vill þingkosningar í vor.
„Ég tel að Róbert Marshall sé að beina sjónum frá sinni ábyrgð í málinu sem er auðvitað sú að hann var formaður í stýrihóp sem fór í þessa framkvæmd og hlustaði ekki á neinar viðvaranir. Ég er alveg á því að ef þessi höfn á að ganga að þá þurfi að verja í hana margfalt meira fé en nú hefur verið lagt í hana, þ.e.a.s. ef hún er ekki einfaldlega notuð sem sumarhöfn.
 
Því finnst mér einfaldlega að Róbert ætti að íhuga stöðu sína Í ársbyrjun 2009 var hann að veifa hafnargerðinni og skreyta sig með því að hún væri á hans ábyrgð. Nú búa Vestmanneyingar við ótryggar samgöngur.
 
Að auki þurfa skattgreiðendur að fara að punga út miklu meira fé til að halda úti lágmarkssamgöngum til Eyja. Sá sem er búinn að leysa út pólitískan ávinning vegna málsins hlýtur því í kjölfarið að íhuga að axla pólitíska ábyrgð sem því fylgir. Mér finnst að Róbert ætti að íhuga að segja af sér þingmennsku.“
 
Meira á mbl.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.